Vinur Houssin segir erfitt að vita af því að hann sæti misþyrmingum í fangelsi Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. janúar 2018 20:45 Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“ Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“
Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00