Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38