Skotar vilja fá Heimi og Lars mælir með honum: „Ég er í besta starfi í heimi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 09:00 Heimir Hallgrímsson er væntanlega undir smásjá margra liða og landa. vísir/afp Skoska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að fá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem næsta þjálfara skoska liðsins en skoska sambandið fylgist grannt með málum Eyjamannsins, að því fram kemur í frétt The Times í dag. Malky Mackay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, er bráðabirgðastjóri skoska landsliðsins sem er annars stjóralaust eftir að Gordon Strachan var látinn fara eftir undankeppni HM. Skotland var fastagestur á HM frá 1974-1998 og komst á sama tíma tvisvar sinnum í lokakeppni HM en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á HM í Frakklandi árið 1998. Heimir Hallgrímsson er búinn að koma Íslandi á tvö stórmót í röð og í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Ég er í besta starfi í heimi þessa stundina, en ég er í símaskránni,“ segir Heimir við The Times. „Það væri galið hjá mér að íhuga að skipta um starf á HM-ári. Við erum að fara á HM í fyrsta sinn.“Sá sænski mælir með Heimi. Lars er í dag landsliðsþjálfari Noregs.vísir/vilhelmMorgunblaðið greindi frá því fyrst í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hefur verið frestað í bili en samningur Heimis rennur út eftir HM í Rússlandi. „Öll mín einbeiting fer í að hugsa um Ísland á HM. Ég hef ekki efni á því að vera að hugsa um eitthvað annað. Ég verð að einbeita mér algjörlega að verkefninu. Þetta er bara sálfræði. Ég er 101 prósent að einbeita mér að Íslandi,“ segir Heimir í viðtalinu við The Times. Heimir stýrði ÍBV í Pepsi-deild karla áður en hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck, síðar samþjálfari og svo aðalþjálfari en hann viðurkennir að gaman sé að honum sé sýndur áhugi. „Ég las eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband við mig. Ég hef haldið einhver námskeið fyrir skoska sambandið og farið á árlega fundi að tala um unglingafótbolta á Íslandi. Skotland og Ísland vinna vel saman en það hefur enginn haft samband,“ segir Heimir. The Times hafði samband við Lars Lagerbäck og spurði hvort Svíinn væri á því að Heimir væri góð ráðning fyrir Skotland. „Þið sjáið bara hvað hann hefur afrekað. Hann væri góður valkostur. Ég mæli með honum,“ segir Lars Lagerbäck. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Skoska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að fá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem næsta þjálfara skoska liðsins en skoska sambandið fylgist grannt með málum Eyjamannsins, að því fram kemur í frétt The Times í dag. Malky Mackay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, er bráðabirgðastjóri skoska landsliðsins sem er annars stjóralaust eftir að Gordon Strachan var látinn fara eftir undankeppni HM. Skotland var fastagestur á HM frá 1974-1998 og komst á sama tíma tvisvar sinnum í lokakeppni HM en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á HM í Frakklandi árið 1998. Heimir Hallgrímsson er búinn að koma Íslandi á tvö stórmót í röð og í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Ég er í besta starfi í heimi þessa stundina, en ég er í símaskránni,“ segir Heimir við The Times. „Það væri galið hjá mér að íhuga að skipta um starf á HM-ári. Við erum að fara á HM í fyrsta sinn.“Sá sænski mælir með Heimi. Lars er í dag landsliðsþjálfari Noregs.vísir/vilhelmMorgunblaðið greindi frá því fyrst í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hefur verið frestað í bili en samningur Heimis rennur út eftir HM í Rússlandi. „Öll mín einbeiting fer í að hugsa um Ísland á HM. Ég hef ekki efni á því að vera að hugsa um eitthvað annað. Ég verð að einbeita mér algjörlega að verkefninu. Þetta er bara sálfræði. Ég er 101 prósent að einbeita mér að Íslandi,“ segir Heimir í viðtalinu við The Times. Heimir stýrði ÍBV í Pepsi-deild karla áður en hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck, síðar samþjálfari og svo aðalþjálfari en hann viðurkennir að gaman sé að honum sé sýndur áhugi. „Ég las eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband við mig. Ég hef haldið einhver námskeið fyrir skoska sambandið og farið á árlega fundi að tala um unglingafótbolta á Íslandi. Skotland og Ísland vinna vel saman en það hefur enginn haft samband,“ segir Heimir. The Times hafði samband við Lars Lagerbäck og spurði hvort Svíinn væri á því að Heimir væri góð ráðning fyrir Skotland. „Þið sjáið bara hvað hann hefur afrekað. Hann væri góður valkostur. Ég mæli með honum,“ segir Lars Lagerbäck.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00