Innlent

Fresta leitinni að Ríkharði til morguns

Kjartan Kjartansson skrifar
Svona var Ríkharður klæddur síðast þegar til hans sást.
Svona var Ríkharður klæddur síðast þegar til hans sást. Lögreglan á Suðurlandi
Leit að Ríkharði Péturssyni sem hefur verið saknað frá því á þriðjudag hefur verið frestað til morguns. Lögreglan á Suðurlandi biður íbúa á Selfossi og í nágrenni um að leita í görðum sínum og á lóðum vinnustaða.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að leit hafi ekki borið árangur í dag. Hún hefjist aftur klukkan níu í fyrramálið. Bendir lögreglan íbúum á Selfossi á að björgunarsveitarmenn muni að líkindum leita innanbæjar á morgun og biður þá um að sýna því skilning.

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um kl. 16:00 á þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það. Hann var þá klæddur í svartar buxur, svarta úlpu og svarta húfu með gulri áletrun (MAX).

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ríkharðs eftir kl. 16:00 s.l. þriðjudag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 4442000, 112 eða á einkaskilaboðum á Facebook.


Tengdar fréttir

Lýst eftir Ríkharði Péturssyni

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um klukkan 16:00 síðastliðinn þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×