Íslenska fótboltlandsliðið er nú í fyrsta sinn að undirbúa sig fyrir þátttöku í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins en fyrstu mótherjar liðsins þekkja ekkert annað.
Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi í sumar en sá leikur mun fara fram 16. júní í Moskvu.
Argentínska landsliðið mun spila undirbúningsleiki sína í mars í Evrópu á meðan íslenska landsliðið ferðast til Norður-Ameríku og svo þvert yfir Bandaríkin.
[SELECCIÓN MAYOR]
Próximos amistosos :
@Argentina - @FIGC
23/03/2018
Etihad Stadium (Mánchester)
@SeFutbol - @Argentina
27/03/2018
Wanda Metropolitano (Madrid) pic.twitter.com/ZPKjBkws51
— Selección Argentina (@Argentina) January 25, 2018
Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars, fyrst á móti Mexíkó í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna 23. mars og svo á móti Perú í New Jersey á austurströnd Bandaríkjanna 27. mars.
Argentínumenn spila á sama tíma á móti Ítalíu á Etihad-leikvanginum í Manchester 23. mars og svo 27. mars á móti Spáni á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 27. mars. Wanda Metropolitano er nýr heimavöllur Atletico Madrid liðsins.
The venues for @Argentina's friendlies in March has been confirmed.
23/03/2018 (vs Italy) - Etihad Stadium (Mánchester)
27/03/2018 (vs Spain) - Wanda Metropolitano (Madrid) pic.twitter.com/SoO8zdqxxS
— Sivan John (@SivanJohn_) January 26, 2018