Trump ætlaði að reka Mueller Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:53 Donald Trump telur Robert Mueller vanhæfan til að sinna rannsókninni meðal annars vegna málsóknar gegn Jared Kushner, sem sést hér forsetanum á vinstri hönd. VÍSIR/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. Ekkert varð þó af uppsögninni vegna þess að lögmenn og ráðgjafar forsetans hótuðu að segja sjálfir upp störfum ef af yrði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun New York Times en þar er haft eftir forsetaráðgjafanum Donald McGahn að brottrekstur Muellers hefði verið „stórslys“ fyrir embættið. Mikið skrið virðist vera komið á rannsókn Muellers á meintri aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs árið 2016 en fjölmargir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á RússatengslumRobert Mueller rannsakar tengsl Rússa við forsetann og ráðgjafa hans.VÍSIR/GETTYMeðal þess sem rannsóknarnefnd Muellers kannar er hvort forsetinn og ráðgjafar hans hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar, var rekinn á síðasta ári. Robert Mueller fékk veður af því að forsetinn vildi láta reka sig einhvern tímann á síðustu mánuðum ef marka má umfjöllun NY Times. Um svipað leyti og orðrómurinn um að Mueller væri að undirbúa málsókn gegn forsetanum sagði Donald Trump að þrennt kæmi í veg fyrir það að sérstaki rannsakandinn gæti talist hlutlaus í rannsókn sinni. Að mati Trumps gera eftirfarandi þættir Mueller vanhæfan til að halda rannsókninni áfram: - Að Mueller hafi árið 2011 sagt upp áskrift sinni að golfklúbbi Trumps í Virginu-ríki vegna deilna um greiðslu félagsgjalds. - Að Mueller gæti ekki verið hlutlaus því hann hafi starfað fyrir lögfræðistofu sem rak mál gegn tengdasyni forsetans. - Að Mueller hafi verið boðið að taka við embætti stjórnanda FBI daginn áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi. Hvíta húsið hefur ekki brugðist við frétt New York Times sem byggir á fjórum nafnlausum heimildum. Washington Post birti skömmu síðar eigin frétt um málið sem byggði á ummælum tveggja einstaklinga sem þekkja til uppsagnaráhuga forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. Ekkert varð þó af uppsögninni vegna þess að lögmenn og ráðgjafar forsetans hótuðu að segja sjálfir upp störfum ef af yrði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun New York Times en þar er haft eftir forsetaráðgjafanum Donald McGahn að brottrekstur Muellers hefði verið „stórslys“ fyrir embættið. Mikið skrið virðist vera komið á rannsókn Muellers á meintri aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs árið 2016 en fjölmargir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á RússatengslumRobert Mueller rannsakar tengsl Rússa við forsetann og ráðgjafa hans.VÍSIR/GETTYMeðal þess sem rannsóknarnefnd Muellers kannar er hvort forsetinn og ráðgjafar hans hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar, var rekinn á síðasta ári. Robert Mueller fékk veður af því að forsetinn vildi láta reka sig einhvern tímann á síðustu mánuðum ef marka má umfjöllun NY Times. Um svipað leyti og orðrómurinn um að Mueller væri að undirbúa málsókn gegn forsetanum sagði Donald Trump að þrennt kæmi í veg fyrir það að sérstaki rannsakandinn gæti talist hlutlaus í rannsókn sinni. Að mati Trumps gera eftirfarandi þættir Mueller vanhæfan til að halda rannsókninni áfram: - Að Mueller hafi árið 2011 sagt upp áskrift sinni að golfklúbbi Trumps í Virginu-ríki vegna deilna um greiðslu félagsgjalds. - Að Mueller gæti ekki verið hlutlaus því hann hafi starfað fyrir lögfræðistofu sem rak mál gegn tengdasyni forsetans. - Að Mueller hafi verið boðið að taka við embætti stjórnanda FBI daginn áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi. Hvíta húsið hefur ekki brugðist við frétt New York Times sem byggir á fjórum nafnlausum heimildum. Washington Post birti skömmu síðar eigin frétt um málið sem byggði á ummælum tveggja einstaklinga sem þekkja til uppsagnaráhuga forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00