Lífið

Robert de Niro mætti í SNL til að hrella syni Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Robert de Niro mætti í SNL um helgina.
Robert de Niro mætti í SNL um helgina. Mynd/SNL
Leikarar í bandaríska grínþættinum Saturday Night Live hafa gert óspart grín að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á undanförnum árum. Í þætti helgarinnar var spjótunum hins vegar beint að sonum hans tveimur, Eric Trump og Donald Trump jr.

Bandaríski stórleikarinn Robert de Niro brá sér í hlutverk Robert Mueller, sérstaks rannsakanda á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og mögulegum tengslum við forsetaframboð Trump. Rannsókn Mueller hefur verið sem þyrnir í augum Trump frá því að hún hófst.

Í atriðinu má sjá að Eric er hræddur við að „vondi kallinn“ leynist í skáp í svefnherbergi hans en Donald jr. segir honum að skápurinn sé tómur. Í skápnum leynist þó de Niro, í gervi Mueller, og ræðir hann einslega við Eric eftir það.

Atriðið má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Alec Baldwin snýr aftur sem Trump í SNL

Leikarinn Alec Baldwin hefur snúið aftur í hlutverki Donald Trump í þáttunum Saturday Night Live, aðdáendum þáttanna til mikillar gleði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.