„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 12:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu hleypur fyrir gigtveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira