Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmaður MDC sýnir merki flokksins á meðan henni er fylgt inn í fangabíl. 27 meðlimir MDC hafa verið handteknir vegna átaka síðasta miðvikudags í Harare. Stjórnvöld eru sögð ganga fram með mikilli hörku. Vísir/AFP Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00
Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20
Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00