Þá sjaldan að gagn hefði verið af smá íhaldssemi Pawel Bartoszek skrifar 12. október 2018 17:15 Stundum fer samfélagið fram úr sjálfu sér. Í einhverju hugarástandi fara menn að breyta lögum og reglum sem eru ekki vinsæl en þjóna samt einhverjum tilgangi. Á þannig stundum ættu góðir íhaldsmenn að biðja fólk um að telja á sér tærnar og hægja á. Hvað sem menn vilja segja um uppreist æru og óflekkað mannorð þá var þarna ákveðið kerfi sem gaf jafnvel morðingjum og verstu níðingum færi á að setja ákveðinn endapunkt við fortíð sína og endurheimta öll sín borgaralegu réttindi. Það kann að vera óvinsæl skoðun en samfélög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í höndunum. En þar sem nýting kerfisins ofbauð, að mörgu leyti réttilega, réttarvitund þorra fólks þá var þetta kerfi afnumið. Það var gert með hraði án þess að nokkuð annað væri sett í staðinn. Réttarríkið, stjórnarskráin, bann við afturvirkni refsinga, alþjóðlegar mannréttindakröfur. Allt þetta var undir, og allt varð að einhverju leyti undir. Ætli skoðunum Sigríðar Andersen sé nokkur grikkur gerður með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dómsmálaráðherra, vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum? Talaði hún um nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á bremsunni? Ó, nei. Ekki aðeins var Sigríður Andersen með í þessari lestarferð heldur var hún sjálf í eimreiðinni að hlaða kolum í.Lét semja hálft frumvarp Svo lá henni á að afnema uppreist æru úr íslensku lagasafni að hún lét ráðuneytið sitt semja hálft frumvarp, þar sem tækin til að endurheimta ýmis réttindi, t.d. kjörgengi í kosningum, voru afnumin, án þess að annað fyrirkomulag kæmi í staðinn. Sjálf greinargerðin með lögunum sem afnámu uppreist æru sagði: „Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið fjallað um rétt einstaklinga til að bjóða sig fram í kosningum. Dómarnir veita leiðbeiningu um að heimilt sé að mæla fyrir um vissar takmarkanir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé meðalhófs við slíkar takmarkanir og að þær séu ekki ótímabundnar. Í a.m.k. einum dómi frá 1991 var talið að viðkomandi þjóðþingi bæri skylda til að hafa sérstaka ótímabundna takmörkun til stöðugrar endurskoðunar. Verði frumvarp þetta samþykkt er því afar mikilvægt að staðið verði við áform um endurskoðun þeirra ákvæða sem mæla fyrir um takmarkanir á kjörgengi svo að ekki skapist hætta á því að gengið verði of nærri þeim réttindum manna sem hér eru til umfjöllunar.“ Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem greinargerðir frumvarpa úr ráðuneytum beinlínis viðurkenna að samþykkt þeirra feli í sér brot á mannréttindum. Áhyggjur greinargerðarinnar af eigin frumvarpstexta reyndust ekki innistæðulausar. Ár er liðið, heilt löggjafarþing er liðið, heilar sveitarstjórnarkosningar afstaðnar án þess að nokkur ný lög hafi litið dagsins ljós. Frumvarpið var ekki einu sinni lagt fram á seinasta þingi. Þetta þýðir að enginn Íslendingur með meira en eins árs dóm á bakinu gat boðið sig fram í kosningunum. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð um að ný lög um hvernig megi öðlast þessi réttindi aftur yrðu samþykkt í snatri. Í meðförum þingsins var sett inn ákvæði um að lagabálkurinn um uppreist æru tæki aftur gildi um áramótin 2019 ef ekki verður búið að laga lögin. Líklegast hefði líka átt að kippa því inn að allir fyrrverandi fangar hefðu öðlast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráðherrann myndi græja það en af því varð ekki. Ráðherrann flýtti sér eins og hún gat þegar kom að því að afnema ákveðin réttindi fyrrverandi sakamanna. En þegar kom að því að veita þau aftur, þá virtist ekki liggja jafnmikið á.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Stundum fer samfélagið fram úr sjálfu sér. Í einhverju hugarástandi fara menn að breyta lögum og reglum sem eru ekki vinsæl en þjóna samt einhverjum tilgangi. Á þannig stundum ættu góðir íhaldsmenn að biðja fólk um að telja á sér tærnar og hægja á. Hvað sem menn vilja segja um uppreist æru og óflekkað mannorð þá var þarna ákveðið kerfi sem gaf jafnvel morðingjum og verstu níðingum færi á að setja ákveðinn endapunkt við fortíð sína og endurheimta öll sín borgaralegu réttindi. Það kann að vera óvinsæl skoðun en samfélög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í höndunum. En þar sem nýting kerfisins ofbauð, að mörgu leyti réttilega, réttarvitund þorra fólks þá var þetta kerfi afnumið. Það var gert með hraði án þess að nokkuð annað væri sett í staðinn. Réttarríkið, stjórnarskráin, bann við afturvirkni refsinga, alþjóðlegar mannréttindakröfur. Allt þetta var undir, og allt varð að einhverju leyti undir. Ætli skoðunum Sigríðar Andersen sé nokkur grikkur gerður með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dómsmálaráðherra, vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum? Talaði hún um nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á bremsunni? Ó, nei. Ekki aðeins var Sigríður Andersen með í þessari lestarferð heldur var hún sjálf í eimreiðinni að hlaða kolum í.Lét semja hálft frumvarp Svo lá henni á að afnema uppreist æru úr íslensku lagasafni að hún lét ráðuneytið sitt semja hálft frumvarp, þar sem tækin til að endurheimta ýmis réttindi, t.d. kjörgengi í kosningum, voru afnumin, án þess að annað fyrirkomulag kæmi í staðinn. Sjálf greinargerðin með lögunum sem afnámu uppreist æru sagði: „Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið fjallað um rétt einstaklinga til að bjóða sig fram í kosningum. Dómarnir veita leiðbeiningu um að heimilt sé að mæla fyrir um vissar takmarkanir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé meðalhófs við slíkar takmarkanir og að þær séu ekki ótímabundnar. Í a.m.k. einum dómi frá 1991 var talið að viðkomandi þjóðþingi bæri skylda til að hafa sérstaka ótímabundna takmörkun til stöðugrar endurskoðunar. Verði frumvarp þetta samþykkt er því afar mikilvægt að staðið verði við áform um endurskoðun þeirra ákvæða sem mæla fyrir um takmarkanir á kjörgengi svo að ekki skapist hætta á því að gengið verði of nærri þeim réttindum manna sem hér eru til umfjöllunar.“ Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem greinargerðir frumvarpa úr ráðuneytum beinlínis viðurkenna að samþykkt þeirra feli í sér brot á mannréttindum. Áhyggjur greinargerðarinnar af eigin frumvarpstexta reyndust ekki innistæðulausar. Ár er liðið, heilt löggjafarþing er liðið, heilar sveitarstjórnarkosningar afstaðnar án þess að nokkur ný lög hafi litið dagsins ljós. Frumvarpið var ekki einu sinni lagt fram á seinasta þingi. Þetta þýðir að enginn Íslendingur með meira en eins árs dóm á bakinu gat boðið sig fram í kosningunum. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð um að ný lög um hvernig megi öðlast þessi réttindi aftur yrðu samþykkt í snatri. Í meðförum þingsins var sett inn ákvæði um að lagabálkurinn um uppreist æru tæki aftur gildi um áramótin 2019 ef ekki verður búið að laga lögin. Líklegast hefði líka átt að kippa því inn að allir fyrrverandi fangar hefðu öðlast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráðherrann myndi græja það en af því varð ekki. Ráðherrann flýtti sér eins og hún gat þegar kom að því að afnema ákveðin réttindi fyrrverandi sakamanna. En þegar kom að því að veita þau aftur, þá virtist ekki liggja jafnmikið á.Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar