Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. október 2018 21:30 Þeir eru þingmennirnir sem byggja vinnuaðferðir sínar á tilfinningum eins og „[ég] óttast ekki að allt fari á hliðina“ og eiginhagsmunum eins og „ég vil geta keypt hvítvín á sunnudegi þegar mér dettur í hug að elda humar.“ Nú gera þingmenn þessir enn aðra tilraunina til að koma vímuefni í matvörubúðir. Þá skiptir engu máli þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvetji þá til að henda frumvarpinu. Þá skiptir engu þótt Samgöngustofa lýsi áhyggjum af mikilli aukningu umferðarslysa vegna vímuefnaaksturs. Þá skiptir engu þótt áfengisneysla sé algengasta dánarorsök ungra karla í Evrópu. Og þá skiptir engu þótt meirihluti landsmanna vilji ekki áfengi í matvöruverslanir. Þingmennirnir viðurkenna að áfengisneysla muni aukast en reyna að sannfæra okkur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á forvarnir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020 kæmust þeir fljótt að því að takmörkun á sölu áfengis (t.d. að selja áfengi í sérverslunum en ekki matvörubúðum) er árangursríkasta forvarnaraðgerðin! Sú stefna er ekki gripin úr lausu lofti eins og tilfinning þingmannanna heldur samrýmist vísindalegum staðreyndum sem unnið hefur verið út frá í 40 ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Það er ógnvænlegt til þess að hugsa að þingmenn kynni sér ekki nógu vel málefni sem þeir standa fyrir því eitt svona frumvarp getur valdið gríðarlegri afturför í lýðheilsu landsins. Þingmenn eiga að afla þekkingar við vinnu sína líkt og aðrar stéttir samfélagsins og gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum. Ef við viljum hafa umhverfi okkar og samfélag sem heilbrigðast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skaðann sem áfengi veldur samfélaginu en ekki setja eiginhagsmuni og tilfinningar fram fyrir hagsmuni samfélagsins og niðurstöður vísindarannsókna.Höfundur er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru þingmennirnir sem byggja vinnuaðferðir sínar á tilfinningum eins og „[ég] óttast ekki að allt fari á hliðina“ og eiginhagsmunum eins og „ég vil geta keypt hvítvín á sunnudegi þegar mér dettur í hug að elda humar.“ Nú gera þingmenn þessir enn aðra tilraunina til að koma vímuefni í matvörubúðir. Þá skiptir engu máli þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvetji þá til að henda frumvarpinu. Þá skiptir engu þótt Samgöngustofa lýsi áhyggjum af mikilli aukningu umferðarslysa vegna vímuefnaaksturs. Þá skiptir engu þótt áfengisneysla sé algengasta dánarorsök ungra karla í Evrópu. Og þá skiptir engu þótt meirihluti landsmanna vilji ekki áfengi í matvöruverslanir. Þingmennirnir viðurkenna að áfengisneysla muni aukast en reyna að sannfæra okkur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á forvarnir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020 kæmust þeir fljótt að því að takmörkun á sölu áfengis (t.d. að selja áfengi í sérverslunum en ekki matvörubúðum) er árangursríkasta forvarnaraðgerðin! Sú stefna er ekki gripin úr lausu lofti eins og tilfinning þingmannanna heldur samrýmist vísindalegum staðreyndum sem unnið hefur verið út frá í 40 ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Það er ógnvænlegt til þess að hugsa að þingmenn kynni sér ekki nógu vel málefni sem þeir standa fyrir því eitt svona frumvarp getur valdið gríðarlegri afturför í lýðheilsu landsins. Þingmenn eiga að afla þekkingar við vinnu sína líkt og aðrar stéttir samfélagsins og gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum. Ef við viljum hafa umhverfi okkar og samfélag sem heilbrigðast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skaðann sem áfengi veldur samfélaginu en ekki setja eiginhagsmuni og tilfinningar fram fyrir hagsmuni samfélagsins og niðurstöður vísindarannsókna.Höfundur er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar