Stefnir í að ég verði í toppformi í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2018 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira