Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 19:30 Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30
Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15