Femínismi að eyðileggja alla kímnigáfu og tjáningarfrelsi að mati Brynjars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 15:34 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir femínisma ekki aðeins eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virki tjáningar- og skoðanafrelsi aðeins í eina átt. Svo segir í pistli Brynjars á Facebook í dag en tilefnið er nýleg brottvikning Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Tilefni brottvikningarinnar voru ummæli Kristins í hópi á Facebook þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Lagði hann til aðgreiningu á vinnumarkaði í líkingu við Hjallastefnuna því karlar ættu á hættu að fá yfir sig ásakanir um kynferðislega áreitni. Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, er meðal þeirra sem hefur líst því yfir að uppsögnin hafi verið réttmæt. „Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum,“ sagði Bjarni Már meðal annars í pistli á Facebook. Brynjar hefur ýmislegt við stöðuna að athuga. „Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis,“ segir Brynjar. Þau Brynjar og Helga tókust á í Bítinu á Bylgjunni í vikunni og voru sammála um að þau væru eiginlega alltaf ósammála. „Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.“ Brynjar hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi pólitískan rétttrúnað og femínisma undanfarin misseri. „Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir femínisma ekki aðeins eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virki tjáningar- og skoðanafrelsi aðeins í eina átt. Svo segir í pistli Brynjars á Facebook í dag en tilefnið er nýleg brottvikning Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Tilefni brottvikningarinnar voru ummæli Kristins í hópi á Facebook þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Lagði hann til aðgreiningu á vinnumarkaði í líkingu við Hjallastefnuna því karlar ættu á hættu að fá yfir sig ásakanir um kynferðislega áreitni. Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, er meðal þeirra sem hefur líst því yfir að uppsögnin hafi verið réttmæt. „Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum,“ sagði Bjarni Már meðal annars í pistli á Facebook. Brynjar hefur ýmislegt við stöðuna að athuga. „Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis,“ segir Brynjar. Þau Brynjar og Helga tókust á í Bítinu á Bylgjunni í vikunni og voru sammála um að þau væru eiginlega alltaf ósammála. „Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.“ Brynjar hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi pólitískan rétttrúnað og femínisma undanfarin misseri. „Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira