Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 12:52 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Hanna Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira