Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2018 20:05 Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug.
Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06