Heimur Míu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Fyrir framan hús í Brautarholti stóð á dögunum lítil stúlka, sennilega tæplega tveggja ára gömul, og horfði heilluð í gegnum hvítt rimlagrindverk meðan faðir hennar stóð þolinmóður hjá. Þau stóðu þarna dágóða stund og allan tímann horfði dóttirin, Mía, einbeitt í sömu átt. Þeir fullorðnu sem hefðu leitast við að setja sig í spor Míu litlu og kannað hvað heillaði hana svo mjög hefðu ekki séð neitt sérlega spennandi. Mía var bara að horfa á grasbreiðu fyrir framan hús. Það var ekkert sérstakt við þetta gras, það var reyndar mikið en afskaplega venjulegt eins og gras er í hugum flestra. Ef einhver hefði verið skikkaður til að finna eitthvað lofsvert við grasið hefði viðkomandi sennilega helst sagt, eftir nokkra umhugsun, að það væri fallega grænt, en hefði svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja. Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess. Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana. Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir framan hús í Brautarholti stóð á dögunum lítil stúlka, sennilega tæplega tveggja ára gömul, og horfði heilluð í gegnum hvítt rimlagrindverk meðan faðir hennar stóð þolinmóður hjá. Þau stóðu þarna dágóða stund og allan tímann horfði dóttirin, Mía, einbeitt í sömu átt. Þeir fullorðnu sem hefðu leitast við að setja sig í spor Míu litlu og kannað hvað heillaði hana svo mjög hefðu ekki séð neitt sérlega spennandi. Mía var bara að horfa á grasbreiðu fyrir framan hús. Það var ekkert sérstakt við þetta gras, það var reyndar mikið en afskaplega venjulegt eins og gras er í hugum flestra. Ef einhver hefði verið skikkaður til að finna eitthvað lofsvert við grasið hefði viðkomandi sennilega helst sagt, eftir nokkra umhugsun, að það væri fallega grænt, en hefði svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja. Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess. Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana. Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun