Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2018 18:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálum í stefnuræðu sinni. Vísir/Björn G. Sigurðsson „Við erum ekki í vandamálabransanum. Við erum í lausnabransanum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í stefnuræðu sinni á Landsfundi flokksins í dag. Með orðum sínum átti formaðurinn við að það væri ekki hægt að leysa stór vandamál með kerfishugsun, sem honum finnst núverandi stjórnarhættir einkennast um of af. Sigmundur fór um víðan völl í stefnuræðu sinni en leiðarstefið í stefnuræðunni var krafa um nýja nálgun. „Málin eru flest leysanleg ef menn nálgast viðfangsefnið á réttan hátt, líta á staðreyndir og meta þær rökrétt og auðvitað, það sem gleymist oft; að framkvæma.” Að mati Sigmundar hefðu margir ávinning af því að viðhalda ákveðnum vandamálum; „...oft ósjálfrátt vegna þess að menn eru bara í því að vinna samkvæmt ákveðinni aðferð,” segir Sigmundur. Í stefnuræðu sinni gerði Sigmundur orku-og umhverfismál að umfjöllunarefni sínu og sagði hann að þegar málefnin bæru á góma væri umræðan jafnan full af rangfærslum og á vitlausum forsendum. Til þess að vinna bug á umhverfisvá eins og plastmagn í hafinu þurfi í auknum mæli að horfa á stóru myndina og byggja umræðuna á staðreyndum.Ekki allt sem sýnistSigmundur tók sem dæmi um þetta áhyggjur fólks af óhóflegum plastumbúðum á matvælum. Hann segir að „vandinn“ geti einnig verið lausnin vegna þess að: „Matvara, grænmeti og ávextir, sem pakkað er inn í plast endist margfalt lengur en matvara sem er ekki pökkuð inn og ef að menn pökkuðu ekki ákveðnum afurðum inn í plast þá myndu þær eyðileggjast miklu fyrr sem að þýddi að það þyrfti að framleiða og flytja miklu meira sem þýðir að matarsóun myndi aukast og við fengjum miklu fleiri flugvélar flytjandi ávexti til Íslands og losun gróðurhúsalofttegunda myndi stóraukast við að nota ekki plastið. Svo það er vandlifað, við þurfum að finna einhverja lausn, einhvern milliveg.” Jafnvel þótt Íslendingar og fleiri þjóðir næðu árangri í baráttunni gegn plastmengun segir Sigmundur að það væri óvíst hvort það hefði mikil áhrif í stóra samhenginu. Hann bendir á að 88-95% af allri plastmengun í hafinu kæmu úr tíu fljótum; tveimur frá Afríku og átta frá Asíu. „Ef við ætlum að leysa þennan vanda þá þurfum við að horfa á stóru myndina.”Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.vísir/björn G. sigurðssonÍ ítarlegri umfjöllun sinni um umhverfismál gerði Sigmundur plastpoka einnig að umfjöllunarefni í ræðunni. Hann hafi áður verið mjög hrifinn af plastpokum vegna þess að þeir væru léttur og hefðu mikla burðargetu. Máli sínu til stuðnings segist hann hafa notað plastpoka sem skólatösku bróðurpartinn af skólagöngu sinni. Sigmundur segir að sökum þess að bómullarrækt sé óumhverfisvæn séu taupokarnir ekki endilega umhverfisvænni kostur en plastpokarnir. „Það þyrfti að nota bómullarpokann 173 sinnum til að hann hefði minni gróðurhúsaáhrif en plastpokar. Með öðrum orðum einn taupoki hefur sömu gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar.“ „Niðurstöður breska umhverfisráðuneytisins voru þær að áhrifin væru verri á nánast alla mælikvarða, rýrnun auðlinda, áhrif á súrt regn, landgæði, mengun og ekki hvað síst, sjávarlífið, meðal annars vegna þess áburðar sem þarf að nota í gríðarlegum mæli og vegna þess að vökva þurfi alveg gífurlega þessar bómullarplöntur, svoleiðis að það er vandlifað,” segir Sigmundur.Stuðningur við landbúnað mikilvægt umhverfismálÍ umfjöllun Sigmundar um umhverfismál segir hann að það sér gríðarlega mikilvægt að styðja við íslenskan landbúnað. Það sé eitt það umhverfisvænasta sem Íslendingar geti gert; að kaupa íslenskar vörur og borða íslenskan mat og komast þannig hjá frekari losun gróðurhúsalofttegunda með því að flytja matvælin inn í landið. „Íslenskur landbúnaður er umhverfisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna ekki eins og landbúnaður er svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum og þurfa að vökva alveg linnulaust og nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem er bannaður á Íslandi og ýmislegt annað sem er bannað hér. Hvers vegna að vera að flytja það inn? Fljúga með það jafnvel í flutningavélum, í þotum eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsalofttegundir sem því fylgja þegar við höfum heilnæmasta og umhverfisvænustu framleiðsluna hér á Íslandi. Stuðningur við landbúnað er mikilvægt umhverfismál.“ Sigmundur segir Miðflokkinn vera stjórnmálaafl sem greini vandann, finni lausnir og framkvæmi. Íslenskir stjórnmálamenn hafi veigrað sér um of við því að láta verkin tala. Tengdar fréttir Í beinni: Stefnuræða Sigmundar Davíðs Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 22. apríl 2018 13:12 Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
„Við erum ekki í vandamálabransanum. Við erum í lausnabransanum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í stefnuræðu sinni á Landsfundi flokksins í dag. Með orðum sínum átti formaðurinn við að það væri ekki hægt að leysa stór vandamál með kerfishugsun, sem honum finnst núverandi stjórnarhættir einkennast um of af. Sigmundur fór um víðan völl í stefnuræðu sinni en leiðarstefið í stefnuræðunni var krafa um nýja nálgun. „Málin eru flest leysanleg ef menn nálgast viðfangsefnið á réttan hátt, líta á staðreyndir og meta þær rökrétt og auðvitað, það sem gleymist oft; að framkvæma.” Að mati Sigmundar hefðu margir ávinning af því að viðhalda ákveðnum vandamálum; „...oft ósjálfrátt vegna þess að menn eru bara í því að vinna samkvæmt ákveðinni aðferð,” segir Sigmundur. Í stefnuræðu sinni gerði Sigmundur orku-og umhverfismál að umfjöllunarefni sínu og sagði hann að þegar málefnin bæru á góma væri umræðan jafnan full af rangfærslum og á vitlausum forsendum. Til þess að vinna bug á umhverfisvá eins og plastmagn í hafinu þurfi í auknum mæli að horfa á stóru myndina og byggja umræðuna á staðreyndum.Ekki allt sem sýnistSigmundur tók sem dæmi um þetta áhyggjur fólks af óhóflegum plastumbúðum á matvælum. Hann segir að „vandinn“ geti einnig verið lausnin vegna þess að: „Matvara, grænmeti og ávextir, sem pakkað er inn í plast endist margfalt lengur en matvara sem er ekki pökkuð inn og ef að menn pökkuðu ekki ákveðnum afurðum inn í plast þá myndu þær eyðileggjast miklu fyrr sem að þýddi að það þyrfti að framleiða og flytja miklu meira sem þýðir að matarsóun myndi aukast og við fengjum miklu fleiri flugvélar flytjandi ávexti til Íslands og losun gróðurhúsalofttegunda myndi stóraukast við að nota ekki plastið. Svo það er vandlifað, við þurfum að finna einhverja lausn, einhvern milliveg.” Jafnvel þótt Íslendingar og fleiri þjóðir næðu árangri í baráttunni gegn plastmengun segir Sigmundur að það væri óvíst hvort það hefði mikil áhrif í stóra samhenginu. Hann bendir á að 88-95% af allri plastmengun í hafinu kæmu úr tíu fljótum; tveimur frá Afríku og átta frá Asíu. „Ef við ætlum að leysa þennan vanda þá þurfum við að horfa á stóru myndina.”Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.vísir/björn G. sigurðssonÍ ítarlegri umfjöllun sinni um umhverfismál gerði Sigmundur plastpoka einnig að umfjöllunarefni í ræðunni. Hann hafi áður verið mjög hrifinn af plastpokum vegna þess að þeir væru léttur og hefðu mikla burðargetu. Máli sínu til stuðnings segist hann hafa notað plastpoka sem skólatösku bróðurpartinn af skólagöngu sinni. Sigmundur segir að sökum þess að bómullarrækt sé óumhverfisvæn séu taupokarnir ekki endilega umhverfisvænni kostur en plastpokarnir. „Það þyrfti að nota bómullarpokann 173 sinnum til að hann hefði minni gróðurhúsaáhrif en plastpokar. Með öðrum orðum einn taupoki hefur sömu gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar.“ „Niðurstöður breska umhverfisráðuneytisins voru þær að áhrifin væru verri á nánast alla mælikvarða, rýrnun auðlinda, áhrif á súrt regn, landgæði, mengun og ekki hvað síst, sjávarlífið, meðal annars vegna þess áburðar sem þarf að nota í gríðarlegum mæli og vegna þess að vökva þurfi alveg gífurlega þessar bómullarplöntur, svoleiðis að það er vandlifað,” segir Sigmundur.Stuðningur við landbúnað mikilvægt umhverfismálÍ umfjöllun Sigmundar um umhverfismál segir hann að það sér gríðarlega mikilvægt að styðja við íslenskan landbúnað. Það sé eitt það umhverfisvænasta sem Íslendingar geti gert; að kaupa íslenskar vörur og borða íslenskan mat og komast þannig hjá frekari losun gróðurhúsalofttegunda með því að flytja matvælin inn í landið. „Íslenskur landbúnaður er umhverfisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna ekki eins og landbúnaður er svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum og þurfa að vökva alveg linnulaust og nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem er bannaður á Íslandi og ýmislegt annað sem er bannað hér. Hvers vegna að vera að flytja það inn? Fljúga með það jafnvel í flutningavélum, í þotum eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsalofttegundir sem því fylgja þegar við höfum heilnæmasta og umhverfisvænustu framleiðsluna hér á Íslandi. Stuðningur við landbúnað er mikilvægt umhverfismál.“ Sigmundur segir Miðflokkinn vera stjórnmálaafl sem greini vandann, finni lausnir og framkvæmi. Íslenskir stjórnmálamenn hafi veigrað sér um of við því að láta verkin tala.
Tengdar fréttir Í beinni: Stefnuræða Sigmundar Davíðs Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 22. apríl 2018 13:12 Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Í beinni: Stefnuræða Sigmundar Davíðs Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 22. apríl 2018 13:12