Domino's Körfuboltakvöld: Klókt bragð hjá Borche │Dómararnir eiga ekki að skipta sér af stúkunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 22:30 Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt. Á sjónvarpsupptökum af leiknum sést hvar Borche pressar Snjólf Marel Stefánsson í innkast, sem ýtir honum frá sér, og fær svo boltann dæmdan af Njarðvík því Snjólfur er dæmdur hafa stigið inn á völlinn í innkastinu. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi höfðu mjög gaman af þessu uppátæki Borche og tók Kristinn Geir Friðriksson hattinn ofan fyrir honum. „Þetta er bara mjög vel gert. Þetta er bara klókt,“ sagði Kristinn. Kjartan Atli Kjartansson reyndi að malda í móinn og segja að þetta væri nú ólöglegt hjá þjálfaranum, en dómararnir dæmdu ekkert. „Sem gamall þjálfari finnst mér þetta bara brilljant. Labbar í hann og leikur svo fórnarlambið. Dómararnir bara pappakassar að hafa ekki dæmt á þetta,“ sagði Kristinn. Stærð Ljónagryfjunnar hafði áhrif á annað atvik í leiknum, þegar Ísak Ernir Kristjánsson lætur stuðningsmann ÍR yfirgefa fremsta bekk og fara annað hvort efst í stúkuna eða út úr húsi fyrir það að kalla hann rasista. Mikið hefur verið fjallað um það mál í vikunni og þeir tóku þetta líka fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband „Á Ísak húsið eða?“ spyr Fannar Ólafsson. „Dómarinn hefur stjórn á allri framkvæmd innan ákveðis svæðis. Ef ég skil það rétt er það útlínur vallarins og aðeins fyrir utan það. Ég sé hvergi að hann ráði yfir stúkunni.“ Hann vildi þó taka það fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að samþykkja hegðun stuðningsmannsins, hún sé ekki boðleg. Hins vegar ætti að einbeita sér að leiknum, ekki áhorfendunum. Umræðurnar um bæði atvik má sjá í spilurunum í fréttinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira
Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt. Á sjónvarpsupptökum af leiknum sést hvar Borche pressar Snjólf Marel Stefánsson í innkast, sem ýtir honum frá sér, og fær svo boltann dæmdan af Njarðvík því Snjólfur er dæmdur hafa stigið inn á völlinn í innkastinu. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi höfðu mjög gaman af þessu uppátæki Borche og tók Kristinn Geir Friðriksson hattinn ofan fyrir honum. „Þetta er bara mjög vel gert. Þetta er bara klókt,“ sagði Kristinn. Kjartan Atli Kjartansson reyndi að malda í móinn og segja að þetta væri nú ólöglegt hjá þjálfaranum, en dómararnir dæmdu ekkert. „Sem gamall þjálfari finnst mér þetta bara brilljant. Labbar í hann og leikur svo fórnarlambið. Dómararnir bara pappakassar að hafa ekki dæmt á þetta,“ sagði Kristinn. Stærð Ljónagryfjunnar hafði áhrif á annað atvik í leiknum, þegar Ísak Ernir Kristjánsson lætur stuðningsmann ÍR yfirgefa fremsta bekk og fara annað hvort efst í stúkuna eða út úr húsi fyrir það að kalla hann rasista. Mikið hefur verið fjallað um það mál í vikunni og þeir tóku þetta líka fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband „Á Ísak húsið eða?“ spyr Fannar Ólafsson. „Dómarinn hefur stjórn á allri framkvæmd innan ákveðis svæðis. Ef ég skil það rétt er það útlínur vallarins og aðeins fyrir utan það. Ég sé hvergi að hann ráði yfir stúkunni.“ Hann vildi þó taka það fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að samþykkja hegðun stuðningsmannsins, hún sé ekki boðleg. Hins vegar ætti að einbeita sér að leiknum, ekki áhorfendunum. Umræðurnar um bæði atvik má sjá í spilurunum í fréttinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira
„Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00