Vakti athygli á ofbeldi í garð innflytjenda og uppskar lófatak Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 15:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum. Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum.
Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08
Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28