Tónlist

Íslenskir tónlistarmenn vilja vera með í vefþætti Emmsjé Gauta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti túrar um landið í sumar.
Gauti túrar um landið í sumar. Vísir/Eyþór
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti leggur af stað í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið þann 30.maí.

Ferðalagið tekur þrettán daga og spilar hann á þrettán stöðum. Gauti ætlar að senda frá sér þrettán vefþætti á túrnum og verða þættirnir sýndir hér á Vísi. Gauti Þeyr ætlar aðeins að nota íslenska tónlist í þáttunum eins og hann kom inn á á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá að íslenskir tónlistarmenn eru heldur betur til í aðstoða rapparann. 

TÓNLISTARFÓLK ATH Þetta er staðlaður póstur á vini mína sem gera músík. Eins og þú kannski veist er ég að leggja af...

Posted by Gauti Þeyr on Tuesday, May 15, 2018
„Við eigum svo mikið af frábæru tónlistarfólki að það verður auðvelt að fylla þættina af íslenskri músík. Það er líka ákveðinn hausverkur, kostnaðarsamt og vesen að fá leyfi fyrir erlendri músík. Þetta verða netþættir og við erum að framleiða þá sjálfir svo þetta er í raun og veru eina leiðin til að gera þetta. Ég er mjög þakklátur hver margir eru búnir að hafa samband nú þegar og gefa mér leyfi, stór nöfn sem og minna þekktir einstaklingar,“ segir Gauti Þeyr.

„Ef þú ert tónlistarmaður og ert til í að leyfa okkur að nota músíkina þína þá er ég að safna saman tónlist í möppu fyrir strákinn sem klippir saman þættina á meðan á túrnum stendur. Þú getur sent mér dropbox, wetransfer eða bara singla á emmsjegauti@gmail.com,“ segir Gauti og það stendur ekki á viðbrögðunum.

Meðal þeirra sem hvetja Gauta til að nota tónlist sína í þáttunum eru Páll Óskar, Ghostigital, Mammút, Dabbi T, Þórunn Antonía, The Vintage Caravan, Jónbjörn, Jack Magnet (Jakob Frímann), Amabadama, Mugison, Cyber, Dimma og Tanya Pollock.

Frekari upplýsingar um Íslandstúrinn 13 13 er að finna hér. 


Tengdar fréttir

Enginn glamúr á tónleikaferðalögum

Emmsjé Gauti, Björn Valur og Keli fara í tónleikaferðalag um landið í lok maí og munu búa til þætti um ferðalagið í leiðinni. Serían nefnist 13.13 sem vísar til að þetta eru þrettán tónleikar á þrettán dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.