Ráðherra saknar virkrar samkeppni í raforkusölu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 11:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00