Erlent

Lög um líknardauða felld úr gildi í Kaliforníu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Dauðavona sjúklingar í Kaliforníu gátu óskað eftir banvænum lyfjaskammti
Dauðavona sjúklingar í Kaliforníu gátu óskað eftir banvænum lyfjaskammti Vísir/Getty
Dómari í Kaliforníu hefur fellt úr gildi lög um líknardráp vegna formgalla. Lögin voru samþykkt fyrir þremur árum og voru afar umdeild. Samkvæmt þeim gátu dauðvona sjúklingar, sem eiga minna en hálft ár eftir ólifað að mati lækna, farið fram á að vera gefin banvæn lyf í stað líknandi meðferðar. Hundrað manns nýttu sér lögin fyrstu sex mánuðina eftir að þau tóku gildi.

Oregon var fyrsta ríki Bandaríkjanna til að leyfa líknardráp fyrir rúmum tveimur áratugum. Í dag býr um fimmtungur Bandaríkjamanna í ríkjum þar sem líknardráp er löglegt í einhverjum kringumstæðum.

Úrskurður dómarans er sá að ríkisþingi Kaliforníu hafi ekki verið heimilt að samþykkja lögin utan dagskrár þingfundar. Það sé brot á stjórnarskrá. Stuðningsmenn laganna, aðgerðarsinnar sem börðust fyrir innleiðingu þeirra árum saman, hafa heitið því að áfrýja úrskurðinum.


Tengdar fréttir

Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða

Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×