Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 06:24 Anna Frank fékk hina frægu dagbók sína í 13 ára afmælisgjöf. Safn Önnu Frank í Amsterdam Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Blaðsíðurnar tvær, sem nú hafa skotið upp kollinum, hafði hún falið með brúnum pappa - að því er virðist til að fela hin djörfu skrif sín frá foreldrum sínum. Skrifin eru dagsett 28. september 1942, skömmu eftir að hin þrettán ára Anna fór í felur. „Ég mun nota þessar blaðsíður til að skrifa niður „klúra“ brandara,“ skrifar Anna Frank - við hlið fjörurra skrýtla sem hún virðist hafa kunnað. Þá skrifar hún einnig töluvert um kynfræðslu og setur sig í spor kennara sem þarf að kenna einhverjum allt um samskipti kynjanna. Þá fjallar hún einnig um vændiskonur, sem hún hafði heyrt föður sinn minnast á. The @annefrankhouse , with @HuygensING and @NIODAmsterdam, today presented the hidden text on two pages covered up with gummed paper in the first #diary of #AnneFrank, with its red checked cover. Thanks to new technology the text on the hidden pages has now been made legible. pic.twitter.com/cw9z0JnNFI— Anne Frank House (@annefrankhouse) May 15, 2018 Haft er eftir sérfræðingi hjá Önnu Frank-safninu í Amsterdam að skrif hennar um kynlíf séu líklega í líkingu við hugsanir flestra á hennar aldri um þessi mál. „Hver sá sem les hin nýfundu skrif hennar mun eflaust glotta út í annað,“ er haft eftir sérfræðingnum á vef breska ríkisútvarpsins. Klúru brandararnir hennar séu þræleðlilegir meðal unglinga og séu því til marks um það að Anna Frank hafi eftir allt saman bara verið venjuleg stúlka. Einn brandaranna, sem BBC vitnar til, er eftirfarandi:Veistu af hverju þýsku Wehrmacht stúlkurnar eru í Hollandi? Til að vera dýnur fyrir hermennina. Anna Frank faldi sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um 2 ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, er enn á huldu. Anna lést í útrýmingarbúðum árið 1945, sama ár og Seinni heimisstyrjöldinni lauk. Pabbi hennar, eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifði stríðið af, gaf svo út dagbók hennar árið 1947. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Blaðsíðurnar tvær, sem nú hafa skotið upp kollinum, hafði hún falið með brúnum pappa - að því er virðist til að fela hin djörfu skrif sín frá foreldrum sínum. Skrifin eru dagsett 28. september 1942, skömmu eftir að hin þrettán ára Anna fór í felur. „Ég mun nota þessar blaðsíður til að skrifa niður „klúra“ brandara,“ skrifar Anna Frank - við hlið fjörurra skrýtla sem hún virðist hafa kunnað. Þá skrifar hún einnig töluvert um kynfræðslu og setur sig í spor kennara sem þarf að kenna einhverjum allt um samskipti kynjanna. Þá fjallar hún einnig um vændiskonur, sem hún hafði heyrt föður sinn minnast á. The @annefrankhouse , with @HuygensING and @NIODAmsterdam, today presented the hidden text on two pages covered up with gummed paper in the first #diary of #AnneFrank, with its red checked cover. Thanks to new technology the text on the hidden pages has now been made legible. pic.twitter.com/cw9z0JnNFI— Anne Frank House (@annefrankhouse) May 15, 2018 Haft er eftir sérfræðingi hjá Önnu Frank-safninu í Amsterdam að skrif hennar um kynlíf séu líklega í líkingu við hugsanir flestra á hennar aldri um þessi mál. „Hver sá sem les hin nýfundu skrif hennar mun eflaust glotta út í annað,“ er haft eftir sérfræðingnum á vef breska ríkisútvarpsins. Klúru brandararnir hennar séu þræleðlilegir meðal unglinga og séu því til marks um það að Anna Frank hafi eftir allt saman bara verið venjuleg stúlka. Einn brandaranna, sem BBC vitnar til, er eftirfarandi:Veistu af hverju þýsku Wehrmacht stúlkurnar eru í Hollandi? Til að vera dýnur fyrir hermennina. Anna Frank faldi sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um 2 ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, er enn á huldu. Anna lést í útrýmingarbúðum árið 1945, sama ár og Seinni heimisstyrjöldinni lauk. Pabbi hennar, eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifði stríðið af, gaf svo út dagbók hennar árið 1947.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira