Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 06:24 Anna Frank fékk hina frægu dagbók sína í 13 ára afmælisgjöf. Safn Önnu Frank í Amsterdam Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Blaðsíðurnar tvær, sem nú hafa skotið upp kollinum, hafði hún falið með brúnum pappa - að því er virðist til að fela hin djörfu skrif sín frá foreldrum sínum. Skrifin eru dagsett 28. september 1942, skömmu eftir að hin þrettán ára Anna fór í felur. „Ég mun nota þessar blaðsíður til að skrifa niður „klúra“ brandara,“ skrifar Anna Frank - við hlið fjörurra skrýtla sem hún virðist hafa kunnað. Þá skrifar hún einnig töluvert um kynfræðslu og setur sig í spor kennara sem þarf að kenna einhverjum allt um samskipti kynjanna. Þá fjallar hún einnig um vændiskonur, sem hún hafði heyrt föður sinn minnast á. The @annefrankhouse , with @HuygensING and @NIODAmsterdam, today presented the hidden text on two pages covered up with gummed paper in the first #diary of #AnneFrank, with its red checked cover. Thanks to new technology the text on the hidden pages has now been made legible. pic.twitter.com/cw9z0JnNFI— Anne Frank House (@annefrankhouse) May 15, 2018 Haft er eftir sérfræðingi hjá Önnu Frank-safninu í Amsterdam að skrif hennar um kynlíf séu líklega í líkingu við hugsanir flestra á hennar aldri um þessi mál. „Hver sá sem les hin nýfundu skrif hennar mun eflaust glotta út í annað,“ er haft eftir sérfræðingnum á vef breska ríkisútvarpsins. Klúru brandararnir hennar séu þræleðlilegir meðal unglinga og séu því til marks um það að Anna Frank hafi eftir allt saman bara verið venjuleg stúlka. Einn brandaranna, sem BBC vitnar til, er eftirfarandi:Veistu af hverju þýsku Wehrmacht stúlkurnar eru í Hollandi? Til að vera dýnur fyrir hermennina. Anna Frank faldi sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um 2 ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, er enn á huldu. Anna lést í útrýmingarbúðum árið 1945, sama ár og Seinni heimisstyrjöldinni lauk. Pabbi hennar, eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifði stríðið af, gaf svo út dagbók hennar árið 1947. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Blaðsíðurnar tvær, sem nú hafa skotið upp kollinum, hafði hún falið með brúnum pappa - að því er virðist til að fela hin djörfu skrif sín frá foreldrum sínum. Skrifin eru dagsett 28. september 1942, skömmu eftir að hin þrettán ára Anna fór í felur. „Ég mun nota þessar blaðsíður til að skrifa niður „klúra“ brandara,“ skrifar Anna Frank - við hlið fjörurra skrýtla sem hún virðist hafa kunnað. Þá skrifar hún einnig töluvert um kynfræðslu og setur sig í spor kennara sem þarf að kenna einhverjum allt um samskipti kynjanna. Þá fjallar hún einnig um vændiskonur, sem hún hafði heyrt föður sinn minnast á. The @annefrankhouse , with @HuygensING and @NIODAmsterdam, today presented the hidden text on two pages covered up with gummed paper in the first #diary of #AnneFrank, with its red checked cover. Thanks to new technology the text on the hidden pages has now been made legible. pic.twitter.com/cw9z0JnNFI— Anne Frank House (@annefrankhouse) May 15, 2018 Haft er eftir sérfræðingi hjá Önnu Frank-safninu í Amsterdam að skrif hennar um kynlíf séu líklega í líkingu við hugsanir flestra á hennar aldri um þessi mál. „Hver sá sem les hin nýfundu skrif hennar mun eflaust glotta út í annað,“ er haft eftir sérfræðingnum á vef breska ríkisútvarpsins. Klúru brandararnir hennar séu þræleðlilegir meðal unglinga og séu því til marks um það að Anna Frank hafi eftir allt saman bara verið venjuleg stúlka. Einn brandaranna, sem BBC vitnar til, er eftirfarandi:Veistu af hverju þýsku Wehrmacht stúlkurnar eru í Hollandi? Til að vera dýnur fyrir hermennina. Anna Frank faldi sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um 2 ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, er enn á huldu. Anna lést í útrýmingarbúðum árið 1945, sama ár og Seinni heimisstyrjöldinni lauk. Pabbi hennar, eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifði stríðið af, gaf svo út dagbók hennar árið 1947.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira