Fjallgöngur yfirsetukvenna María Bjarnadóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 „Margar sýslur eru svo strjálbygðar og erfiðar yfirsóknar, að hverri konu er ofætlun að hafa þar sýslumannsembætti á hendi.“ Jón Ólafsson þingmaður lýsti þessum áhyggjum á Alþingi árið 1911 þegar til umræðu var frumvarp um aðgang kvenna að námi, námsstyrkjum og opinberum embættum. Einhverjir tóku undir og aðrir voru ósammála. Framsögumaðurinn Hannes Hafstein sagði konur vel geta klifið fjöll og firnindi til þess að bjarga mannslífum sem læknar, eins og þær hefðu gert sem yfirsetukonur þangað til. Það hefðu þær gert „svo vel, að karlmenn munu tæpast gera betur, og ef kona er svo hraust að burðum, að hún getur rækt svo erfitt starf, því mundi hún þá ekki geta þjónað öðrum embættum?“ Jón hafði einnig áhyggjur af afleiðingum frumvarpsins á réttaröryggi í landinu með kvenkyns lögreglustjóra. Til dæmis gætu þær ekki rannsakað morðmál vegna sængurlegu. „Að liggja á sæng er ekki nándar nærri eins hættulegt, eins og margir sjúkdómar, sem karlmenn fá engu síður en konur,“ svaraði Hannes. Á þessum tíma var sennilega ekki búið að taka saman alþjóðlega tölfræði um helstu dánarorsakir kvenna, en fyrir konur á barnsburðaraldri er barnsburður næstalgengasta orsökin. Reyndar er aðeins 1% þessara andláta í ríkjum eins og Íslandi þar sem ljósmæður eru menntaðar og fæðingarþjónusta aðgengileg og hluti af heilbrigðiskerfinu. Ljósmæður bjarga lífum. Þær hafa gert það frá örófi alda, en við mismunandi aðbúnað. Nú er ríkið meira að segja farið að borga þeim fyrir. Það held ég að hvorki Hannes né Jón hafi séð fyrir á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins María Bjarnadóttir Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
„Margar sýslur eru svo strjálbygðar og erfiðar yfirsóknar, að hverri konu er ofætlun að hafa þar sýslumannsembætti á hendi.“ Jón Ólafsson þingmaður lýsti þessum áhyggjum á Alþingi árið 1911 þegar til umræðu var frumvarp um aðgang kvenna að námi, námsstyrkjum og opinberum embættum. Einhverjir tóku undir og aðrir voru ósammála. Framsögumaðurinn Hannes Hafstein sagði konur vel geta klifið fjöll og firnindi til þess að bjarga mannslífum sem læknar, eins og þær hefðu gert sem yfirsetukonur þangað til. Það hefðu þær gert „svo vel, að karlmenn munu tæpast gera betur, og ef kona er svo hraust að burðum, að hún getur rækt svo erfitt starf, því mundi hún þá ekki geta þjónað öðrum embættum?“ Jón hafði einnig áhyggjur af afleiðingum frumvarpsins á réttaröryggi í landinu með kvenkyns lögreglustjóra. Til dæmis gætu þær ekki rannsakað morðmál vegna sængurlegu. „Að liggja á sæng er ekki nándar nærri eins hættulegt, eins og margir sjúkdómar, sem karlmenn fá engu síður en konur,“ svaraði Hannes. Á þessum tíma var sennilega ekki búið að taka saman alþjóðlega tölfræði um helstu dánarorsakir kvenna, en fyrir konur á barnsburðaraldri er barnsburður næstalgengasta orsökin. Reyndar er aðeins 1% þessara andláta í ríkjum eins og Íslandi þar sem ljósmæður eru menntaðar og fæðingarþjónusta aðgengileg og hluti af heilbrigðiskerfinu. Ljósmæður bjarga lífum. Þær hafa gert það frá örófi alda, en við mismunandi aðbúnað. Nú er ríkið meira að segja farið að borga þeim fyrir. Það held ég að hvorki Hannes né Jón hafi séð fyrir á sínum tíma.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar