Staðan er dökk Hörður Ægisson skrifar 13. júlí 2018 10:00 Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hörður Ægisson Icelandair WOW Air Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun