Stjörnurnar sem bjuggu saman áður en frægðin bankaði á dyr Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 15:30 Gwyneth Paltrow og Winona Ryder leigðu saman á tíunda áratugnum. Það gerðu Christopher Reeve og Robin Williams einnig á áttunda áratugnum. Mynd/Samsett Stjörnurnar í Hollywood þekkjast margar innbyrðis, enda er kvikmyndabransinn minni og fámennari en margur heldur. Hér er að finna lista af heimsþekktum einstaklingum sem bjuggu saman, með misjöfnum árangri, áður en þeir skutust upp á stjörnuhimininn.Matt Damon og Ben Affleck á Óskarsverðlaununum árið 1998.Vísir/GettyMatt Damon og Ben Affleck Bandarísku leikararnir Matt Damon og Ben Affleck leigðu saman þegar þeir skrifuðu handritið að kvikmyndinni Good Will Hunting. Myndin var frumsýnd árið 1997 og kom félögunum á kortið en handritið skilaði þeim Óskarsverðlaunum, eins og frægt er orðið.In honor of the babely @conniebritton birthday, let's all party like its 1999! (Photo from 1999 for reference). pic.twitter.com/zKyksIGrX6— Lauren Graham (@thelaurengraham) March 6, 2015 Connie Britton og Lauren Graham Leikkonurnar Connie Britton, sem fór með hlutverk Rayna James í sjónvarpsþáttunum Nashville, og Lauren Graham, sem lék Lorelai í Gilmore Girls, voru einnig meðleigjendur áður en þær skutust upp á stjörnuhimininn. Graham greindi frá þessu árið 2013 og sagði íbúðina hafa verið nær tóma af húsgögnum auk þess sem þær stöllur borðuðu nær eingöngu Rice Krispies-kökur á þessum tíma til að halda sér á lífi.Justin Timberlake og Ryan Gosling byrjuðu sem DIsney-stjörnur.Vísir/GettyJustin Timberlake og Ryan Gosling Söngvarinn Justin Timberlake og leikarinn Ryan Gosling bjuggu saman þegar þeir léku í hinum sögufræga Mickey Mouse Club snemma á tíunda áratugnum. Gosling er frá Kanada og þurfti því að dvelja fjarri heimili sínu við tökur á þáttunum, sem fóru fram í Bandaríkjunum. Þegar móðir Gosling þurfti svo að fara aftur heim til Kanada vegna vinnu sinnar flutti Gosling tímabundið inn til fjölskyldu Timberlake.Gwyneth Paltrow og WInona Ryder áður en allt fór í háaloft.Vísir/GettyGwyneth Paltrow og Winona Ryder Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Winona Ryder eru sagðar hafa eldað grátt silfur saman þegar þær voru meðleigjendur í Los Angeles á tíunda áratugnum. Þær slitu vinskap sínum árið 1998 en talið er að Paltrow hafi fundið handrit Ryder að kvikmyndinni Shakespeare in Love í íbúðinni og í kjölfarið hreppt aðalhlutverkið í myndinni. Hún hlaut síðar Óskarsverðlaun fyrir hlutverkið.Downey grét á öxlinni á Sutherland þegar á þurfti að halda.Vísir/gettyRobert Downey Jr. og Kiefer Sutherland Leikararnir Downey Jr. og Sutherland leigðu saman í þrjú ár á níunda áratugnum áður en þeir slógu almennilega í gegn. Sutherland er sagður hafa veitt Downey Jr. andlegan stuðning þegar samband hans og leikkonunnar Söruh Jessicu Parker stóð á brauðfótum.Adam Sandler og Judd Apatow er enn vel til vina.Vísir/GEttyJudd Apatow og Adam Sandler Leikstjórinn Judd Apatow og leikarinn Adam Sandler bjuggu saman í LA og reyndu þar báðir fyrir sér sem grínistar. Þegar Sandler fékk svo hlutverk í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem tekinn er upp í New York, hélt hann þó áfram að borga sinn hluta af leigunni.Reeve og Williams spariklæddir.Vísir/gettyRobin Williams og Christopher Reeve Hinir gamalkunnu leikarar Robin Williams og Christopher Reeve voru báðir nemendur við leiklistardeild Juilliard-skólans í New York á áttunda áratugnum. Þeir bjuggu saman á námsárunum og varð með þeim ævilöng vinátta. Reeve lést árið 2004 og Williams tíu árum síðar, árið 2014. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Stjörnurnar í Hollywood þekkjast margar innbyrðis, enda er kvikmyndabransinn minni og fámennari en margur heldur. Hér er að finna lista af heimsþekktum einstaklingum sem bjuggu saman, með misjöfnum árangri, áður en þeir skutust upp á stjörnuhimininn.Matt Damon og Ben Affleck á Óskarsverðlaununum árið 1998.Vísir/GettyMatt Damon og Ben Affleck Bandarísku leikararnir Matt Damon og Ben Affleck leigðu saman þegar þeir skrifuðu handritið að kvikmyndinni Good Will Hunting. Myndin var frumsýnd árið 1997 og kom félögunum á kortið en handritið skilaði þeim Óskarsverðlaunum, eins og frægt er orðið.In honor of the babely @conniebritton birthday, let's all party like its 1999! (Photo from 1999 for reference). pic.twitter.com/zKyksIGrX6— Lauren Graham (@thelaurengraham) March 6, 2015 Connie Britton og Lauren Graham Leikkonurnar Connie Britton, sem fór með hlutverk Rayna James í sjónvarpsþáttunum Nashville, og Lauren Graham, sem lék Lorelai í Gilmore Girls, voru einnig meðleigjendur áður en þær skutust upp á stjörnuhimininn. Graham greindi frá þessu árið 2013 og sagði íbúðina hafa verið nær tóma af húsgögnum auk þess sem þær stöllur borðuðu nær eingöngu Rice Krispies-kökur á þessum tíma til að halda sér á lífi.Justin Timberlake og Ryan Gosling byrjuðu sem DIsney-stjörnur.Vísir/GettyJustin Timberlake og Ryan Gosling Söngvarinn Justin Timberlake og leikarinn Ryan Gosling bjuggu saman þegar þeir léku í hinum sögufræga Mickey Mouse Club snemma á tíunda áratugnum. Gosling er frá Kanada og þurfti því að dvelja fjarri heimili sínu við tökur á þáttunum, sem fóru fram í Bandaríkjunum. Þegar móðir Gosling þurfti svo að fara aftur heim til Kanada vegna vinnu sinnar flutti Gosling tímabundið inn til fjölskyldu Timberlake.Gwyneth Paltrow og WInona Ryder áður en allt fór í háaloft.Vísir/GettyGwyneth Paltrow og Winona Ryder Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Winona Ryder eru sagðar hafa eldað grátt silfur saman þegar þær voru meðleigjendur í Los Angeles á tíunda áratugnum. Þær slitu vinskap sínum árið 1998 en talið er að Paltrow hafi fundið handrit Ryder að kvikmyndinni Shakespeare in Love í íbúðinni og í kjölfarið hreppt aðalhlutverkið í myndinni. Hún hlaut síðar Óskarsverðlaun fyrir hlutverkið.Downey grét á öxlinni á Sutherland þegar á þurfti að halda.Vísir/gettyRobert Downey Jr. og Kiefer Sutherland Leikararnir Downey Jr. og Sutherland leigðu saman í þrjú ár á níunda áratugnum áður en þeir slógu almennilega í gegn. Sutherland er sagður hafa veitt Downey Jr. andlegan stuðning þegar samband hans og leikkonunnar Söruh Jessicu Parker stóð á brauðfótum.Adam Sandler og Judd Apatow er enn vel til vina.Vísir/GEttyJudd Apatow og Adam Sandler Leikstjórinn Judd Apatow og leikarinn Adam Sandler bjuggu saman í LA og reyndu þar báðir fyrir sér sem grínistar. Þegar Sandler fékk svo hlutverk í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem tekinn er upp í New York, hélt hann þó áfram að borga sinn hluta af leigunni.Reeve og Williams spariklæddir.Vísir/gettyRobin Williams og Christopher Reeve Hinir gamalkunnu leikarar Robin Williams og Christopher Reeve voru báðir nemendur við leiklistardeild Juilliard-skólans í New York á áttunda áratugnum. Þeir bjuggu saman á námsárunum og varð með þeim ævilöng vinátta. Reeve lést árið 2004 og Williams tíu árum síðar, árið 2014.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið