Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2018 14:50 Málið var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot til fjölda ára gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur komst að þessari niðurstöðu en dómurinn klofnaði í málinu. Ástæðan fyrir því að afinn var sýknaður er sú að trúverðugur framburður stúlkunnar fékk ekki næga stoð í gögnum málsins. Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. Allir þrír dómarnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan og framburð afans ótrúverðugan. Einn af dómurunum skilaði séráliti þar sem hann tók fram að hann tæki ekki undir þá ályktun meirihluta dómsins að ákæruvaldið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir.Dómari skilaði séráliti Benti dómarinn sem skilaði séráliti á að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa að stúlkan hefði um langt skeið átt við mikla vanlíðan að stríða. Hún hefði sýnt af sér sjálfskaðandi hegðun sem ummerki væru um á höndum hennar. Í gögnum málsins kom fram að hún hefði haft samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016, áður en hún greindi fyrst frá brotum afa síns. Þar lýsti hún vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Framburði móður og föður stúlkunnar stúlkunnar ber einnig saman um að hún hafi verið farin að stunda sjálfskaðandi hegðun áður en málið kom upp. Í framburði móður fyrir dómi og hjá lögreglu kom fram að dóttirin hefði byrjað að skera sig í sjötta bekk, þegar hún var ellefu til tólf ára gömul.Kvaðst reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað brotin Var afinn ákærður fyrir að brjóta á stúlkunni á heimili sínu í Reykjavík frá því stúlkan var fimm ára gömul þar til hún var tólf eða þrettán ára gömul, á tímabilinu frá 2007 til 2014 eða 2015. Átti hann að hafa samkvæmt ákæru snert kynfæri stúlkunnar og látið hana snerta ber kynfæri hans og látið hana fróa sér. Hann hefði nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar. Fyrir dómi kom fram að stúlkan hefði verið afar reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað þessa hegðun. Þá sárnaði henni fyrstu viðbrögð föður síns og að hann skyldi í framhaldinu reyna að telja henni trú um að gerandinn væri einhver annar.Tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni Föðuramma, faðir og sambýliskona föður stúlkunnar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni í vitnisburði sínum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ýmislegt bendi til að faðir stúlkunnar og sambýliskona hans hafi samræmt framburð sinn um ákveðin atriði. Þá gætti ósamræmis í framburði meðlima föðurfjölskyldunnar sem eiga að styðja framburð afans. Dómarinn sem skilaði séráliti sagði að þrátt fyrir allt þá hefði stúlkan verið samkvæm sjálfri sér fyrir dómi um það hvernig afinn snerti kynfæri hennar innan klæða og lét hana snerta kynfæri sín. Þá greindi stúlkan bekkjarsystur sinni frá brotunum eftir að bekkjarsystirin hafði tekið eftir að eitthvað mikið væri að angra stúlkuna. Sálfræðingur sagði stúlkuna einnig bera öll merki áfallastreituröskunar en dómarinn sem skilaði séráliti var þeirrar skoðunar að sakfella ætti afann vegna þessara atriða.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot til fjölda ára gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur komst að þessari niðurstöðu en dómurinn klofnaði í málinu. Ástæðan fyrir því að afinn var sýknaður er sú að trúverðugur framburður stúlkunnar fékk ekki næga stoð í gögnum málsins. Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. Allir þrír dómarnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan og framburð afans ótrúverðugan. Einn af dómurunum skilaði séráliti þar sem hann tók fram að hann tæki ekki undir þá ályktun meirihluta dómsins að ákæruvaldið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir.Dómari skilaði séráliti Benti dómarinn sem skilaði séráliti á að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa að stúlkan hefði um langt skeið átt við mikla vanlíðan að stríða. Hún hefði sýnt af sér sjálfskaðandi hegðun sem ummerki væru um á höndum hennar. Í gögnum málsins kom fram að hún hefði haft samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016, áður en hún greindi fyrst frá brotum afa síns. Þar lýsti hún vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Framburði móður og föður stúlkunnar stúlkunnar ber einnig saman um að hún hafi verið farin að stunda sjálfskaðandi hegðun áður en málið kom upp. Í framburði móður fyrir dómi og hjá lögreglu kom fram að dóttirin hefði byrjað að skera sig í sjötta bekk, þegar hún var ellefu til tólf ára gömul.Kvaðst reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað brotin Var afinn ákærður fyrir að brjóta á stúlkunni á heimili sínu í Reykjavík frá því stúlkan var fimm ára gömul þar til hún var tólf eða þrettán ára gömul, á tímabilinu frá 2007 til 2014 eða 2015. Átti hann að hafa samkvæmt ákæru snert kynfæri stúlkunnar og látið hana snerta ber kynfæri hans og látið hana fróa sér. Hann hefði nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar. Fyrir dómi kom fram að stúlkan hefði verið afar reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað þessa hegðun. Þá sárnaði henni fyrstu viðbrögð föður síns og að hann skyldi í framhaldinu reyna að telja henni trú um að gerandinn væri einhver annar.Tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni Föðuramma, faðir og sambýliskona föður stúlkunnar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni í vitnisburði sínum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ýmislegt bendi til að faðir stúlkunnar og sambýliskona hans hafi samræmt framburð sinn um ákveðin atriði. Þá gætti ósamræmis í framburði meðlima föðurfjölskyldunnar sem eiga að styðja framburð afans. Dómarinn sem skilaði séráliti sagði að þrátt fyrir allt þá hefði stúlkan verið samkvæm sjálfri sér fyrir dómi um það hvernig afinn snerti kynfæri hennar innan klæða og lét hana snerta kynfæri sín. Þá greindi stúlkan bekkjarsystur sinni frá brotunum eftir að bekkjarsystirin hafði tekið eftir að eitthvað mikið væri að angra stúlkuna. Sálfræðingur sagði stúlkuna einnig bera öll merki áfallastreituröskunar en dómarinn sem skilaði séráliti var þeirrar skoðunar að sakfella ætti afann vegna þessara atriða.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira