Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:22 Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira