Íslenski boltinn

Dagný gæti snúið aftur í Pepsi deildina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagný Brynjarsdóttir í vínrauðu Selfosstreyjunni
Dagný Brynjarsdóttir í vínrauðu Selfosstreyjunni Vísir/Anton
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir á í viðræðum við Selfoss um að spila með liðinu í Pepsi deild kvenna. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Dagný er án samnings og er að hefja æfingar eftir barnsburð, en hún átti sitt fyrsta barn í júní. Dagný hefur spilað með bandaríska liðinu Portland Thorns síðustu tvö ár en samningur hennar við liðið var laus eftir síðasta tímabil. Endurnýjun hans var slegið á frest eftir að ljóst væri að hún væri ólétt þar sem óljóst var hversu mikið Dagný gæti tekið þátt.

Dagný er uppalinn Sunnlendingur og spilaði með liði Selfoss árin 2014 og 2015.

Selfoss er nýliði í Pepsi deildinni þetta árið og eftir fyrri umferðina eru Selfyssingar í áttunda sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Þær mæta Val fyrir austan fjall á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir

Dagný og Ómar eignuðust son

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni.

Finnst alltaf gaman saman

Eftir tíu ára fjarbúð hafa Dagný Brynjarsdóttir fótboltastjarna og Ómar Páll Sigurbjartsson rafvirki flutt í eigin íbúð á Selfossi og eiga von á erfingja í sumar. Hjá Dagnýju er gleðin blandin, enda er hún hrjáð af morgunógleði nú




Fleiri fréttir

Sjá meira


×