Innlent

Valdimar ráðinn sveitarstjóri Blönduósbæjar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sveitarstjórnarmenn í Blönduósbæ.
Sveitarstjórnarmenn í Blönduósbæ. Aðsend
Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur ráðið Valdimar O. Hermannsson sem sveitarstjóra. Ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær.

Fram kemur í tilkynningu frá bæjarstjórninni að Valdimar hafi undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. 





Valdimar O. Hermannsson
 Valdimar er markaðsfræðingur að mennt en hefur lagt stund á m.a. í viðskiptafræðum, stjórnun, markmiðasetningu og leiðtogaþjálfun bæði hérlendis sem og í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum.

„Valdimar var kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í 12 ár og sat þar í bæjarráði í 6 ár. Hann hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarstjórnarstigsins á landsvísu, m.a. sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, stjórnarformaður Austurbrúar ses, Náttúrustofa Austurlands, HAUST og SHÍ.   Þá situr hann í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, og þekkir því vel til stöðu sveitarfélaga á svæðinu“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Áður starfaði Valdimar meðal annars í 12 ár sem Rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og um tíma einnig sem forstöðumaður innkaupasviðs HSA en þar áður aðallega við innkaupa- og rekstrarstjórn fyrirtækja.

Valdimar er í sambúð með Vilborgu Elvu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×