Innlent

Hríðarveður í höfuðborginni í kvöld og nótt: Borgarbúar leggi fyrr af stað í morgunsárið

Birgir Olgeirsson skrifar
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að búast með við allskonar afbrigðum af vetrarveðri í vikunni og er búist við fremur órólegu veðri um helgina.
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að búast með við allskonar afbrigðum af vetrarveðri í vikunni og er búist við fremur órólegu veðri um helgina. Vísir/Stefán
Um klukkan ellefu í kvöld gengur í suðaustanátt, 13 til 20 metrar á sekúndu, með snjókomu eða skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofa Íslands segir þetta eiga einkum við efri byggðir höfuðborgarsvæðisins og varar við því að akstursskilyrði geta orðið erfið sökum blindu og hálku.

Má búast við að það verði fremur leiðinlegt veður í alla nótt á höfuðborgarsvæðinu með hvassri suðaustanátt og samfelldri snjókomu. Umferð var fremur hæg í morgun og má búast við því sama í fyrramálið.

Snemma á morgun gengur svo í suðvestanátt með rigningu og éljum en eftir hádegi verða aftur komin dimm él.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að búast með við allskonar afbrigðum af vetrarveðri í vikunni og er búist við fremur órólegu veðri um helgina.

Í kvöld er einnig búist við suðaustanhríðarveðri á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Suðaustanstórhríð á miðhálendinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 10 stig, minnst með S- og A-ströndinni.

Á föstudag:

Suðvestlæg átt og víða él, einkum V-til, en snýst í vaxandi austanátt S-lands um kvöldið og fer að snjóa þar. Frost um land allt.

Á laugardag:

Gengur líklega í allhvassa eða hvassa norðaustlæga átt með snjókomu eða éljagangi. Dregur úr frosti í bili.

Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir órólegt og kalt veður með úrkomu í öllum landshlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×