Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 16:14 Bandaríkjaþing á enn ærið verk fyrir höndum ef samkomulag á að nást um framlengingu á bráðabirgðafjárlögum áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. Vísir/AFP Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til þess að semja um áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á fimmtudag. Repúblikanar í neðri deild þingsins vinna nú að frumvarpi um enn eina bráðabirgðaráðstöfunina til þess að rekstur stofnana stöðvist ekki aftur eins og gerðist í janúar. Síðasta fjárlagaár Bandaríkjastjórnar rann út í lok september. Þingmönnum tókst hins vegar ekki að samþykkja ný fjárlög vegna ágreinings um útgjöld til hernaðarmála annars vegar og innanríkismála hins vegar. Síðan þá hafa bráðabirgðafrumvörp verið samþykkt reglulega til þess að halda alríkisstjórninni gangandi. Stofnanir lokuðu að hluta til í þrjá daga í síðasta mánuði þegar demókratar gerðu það að skilyrði fyrir að styðja frumvarp um tímabundna framlengingu fjárframlega að samið yrði um lausn fyrir innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina svonefndu sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Leggja til framlengingu til 23. mars Þá náðist samkomulag á milli repúblikana og demókrata en ráðstöfnunin sem var samþykkt þá rennur út á fimmtudag. Ekkert hefur þokast í viðræðum flokkanna um stöðu skjólstæðinga DACA eða innflytjendamál almennt.Reuters-fréttastofan segir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings séu tilbúnir með frumvarp sem framlengir útgjöld til alríkisstofnana til 23. mars. Það felur einnig í sér að fjárveitingar til herðanarmála verði tryggð út árið og til heilsugæslustöðva í tvö ár. Meirihluti repúblikana í öldungadeildinni er hins vegar mjórri en í fulltrúadeildinni. Því er talið líklegt að gera þurfi málamiðlanir um efni frumvarpsins áður en það getur mögulega orðið að lögum áður en fresturinn rennur út. Bandaríkin Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til þess að semja um áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á fimmtudag. Repúblikanar í neðri deild þingsins vinna nú að frumvarpi um enn eina bráðabirgðaráðstöfunina til þess að rekstur stofnana stöðvist ekki aftur eins og gerðist í janúar. Síðasta fjárlagaár Bandaríkjastjórnar rann út í lok september. Þingmönnum tókst hins vegar ekki að samþykkja ný fjárlög vegna ágreinings um útgjöld til hernaðarmála annars vegar og innanríkismála hins vegar. Síðan þá hafa bráðabirgðafrumvörp verið samþykkt reglulega til þess að halda alríkisstjórninni gangandi. Stofnanir lokuðu að hluta til í þrjá daga í síðasta mánuði þegar demókratar gerðu það að skilyrði fyrir að styðja frumvarp um tímabundna framlengingu fjárframlega að samið yrði um lausn fyrir innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina svonefndu sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Leggja til framlengingu til 23. mars Þá náðist samkomulag á milli repúblikana og demókrata en ráðstöfnunin sem var samþykkt þá rennur út á fimmtudag. Ekkert hefur þokast í viðræðum flokkanna um stöðu skjólstæðinga DACA eða innflytjendamál almennt.Reuters-fréttastofan segir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings séu tilbúnir með frumvarp sem framlengir útgjöld til alríkisstofnana til 23. mars. Það felur einnig í sér að fjárveitingar til herðanarmála verði tryggð út árið og til heilsugæslustöðva í tvö ár. Meirihluti repúblikana í öldungadeildinni er hins vegar mjórri en í fulltrúadeildinni. Því er talið líklegt að gera þurfi málamiðlanir um efni frumvarpsins áður en það getur mögulega orðið að lögum áður en fresturinn rennur út.
Bandaríkin Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47