Netöryggi barna Þóra Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 07:00 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Þóra Jónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar