Tugir snjóruðningstækja á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 11:47 Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu síðan í gær og er því nóg að gera hjá þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna mokstri og ruðningi. vísir/ernir Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“ Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“
Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11
Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30