Tugir snjóruðningstækja á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 11:47 Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu síðan í gær og er því nóg að gera hjá þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna mokstri og ruðningi. vísir/ernir Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“ Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“
Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11
Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30