Gerræði í þjóðgörðum Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Þjóðgarðar eru svæði þar sem lífríki og landslag eru með þeim hætti að vert þykir að varðveita þau sérstaklega en leyfa um leið almenningi að njóta þeirra. Það gefur því augaleið að þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samtvinnuð, þar sem mörg okkar dýrustu náttúrudjásn eru innan þjóðgarðanna, og vægi íslensku þjóðgarðanna hefur að sjálfsögðu vaxið í samræmi við aukið umfang ferðaþjónustu á landinu. Hagsmunir skipulagðrar ferðaþjónustu og þjóðgarðanna eiga vel að geta farið saman en forsenda þess er auðvitað að samvinna og reglulegt samtal eigi sér stað. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi fyrirætlana um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á næstu misserum eða árum. Langmest atvinnustarfsemi fer fram í þjóðgarðinum á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði. Stjórn Þingvallaþjóðgarðs er skipuð þingmönnum og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er skipuð fulltrúum af svæðunum í kringum þjóðgarðinn, en þar fær ferðaþjónustan náðarsamlegast að hafa einn áheyrnarfulltrúa. Sá fulltrúi er hins vegar skipaður af ferðamálasamtökum á svæði þjóðgarðsins og hefur engin tengsl við Samtök ferðaþjónustunnar. Því miður, en kannski eðlilega miðað við samsetningu stjórnanna, hafa þær ekki skilgreint þjóðgarðana sem órjúfanlegan hluta af íslenskri ferðaþjónustu og virðast ekki skilja til fullnustu mikilvægi samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki. Þær kjósa fremur að spila einleik á sínum eigin forsendum og hafa að undanförnu komið með hvert illa rökstudda útspilið á fætur öðru, þar sem steinar eru lagðar í götu greinarinnar og henni íþyngt verulega.Verðbreytingar í ferðaþjónustu þurfa langan aðlögunartíma Þess ber að geta hér að ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að minnsta kosti 18 mánaða fyrirvara á verðbreytingum á þjónustu, sköttum og gjöldum til þess að geta velt þeim út í verðlagið á sinni þjónustu. Breytingar sem gerðar eru með skemmri fyrirvara lenda í flestum tilfellum sem aukinn rekstarkostnaður á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum og eru því verulega íþyngjandi fyrir þau. Á þessu hafa Samtök ferðaþjónustunnar klifað árum saman, en því miður kjósa stjórnir þjóðgarðanna að láta þessa einföldu staðreynd sem vind um eyru þjóta. Sem dæmi má nefna að fyrir skömmu voru bílastæðagjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum hækkuð fyrirvaralaust um allt að 50% án nokkurs samráðs við ferðaþjónustufyrirtæki. Gjaldtaka fyrir köfun í Silfru var sett á fyrirvaralaust árið 2012 og nú hefur verið boðuð hækkun á því gjaldi sem taka á gildi þann 1. september. Gjaldið hefur þá hækkað um 100%, úr 750 krónum í 1.500 krónur á hvern ferðamann. Steininn tók þó úr um miðjan júlí, þegar Vatnajökulsþjóðgarður tilkynnti hækkun á svokölluðu svæðisgjaldi (hét áður þjónustugjald) í Skaftafelli fyrirvaralaust. Þar var gjald fyrir algengustu stærð af hópferðabílum meðal annars hækkað um tæplega 80%. Nýverið tók til starfa hópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem hefur það hlutverk að gera úttekt á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu og koma með tillögur um framtíðarskipan mála. Í því ljósi eru fyrirvaralausar og íþyngjandi gjaldahækkanir upp á hundruð milljóna í besta falli óskiljanlegar og verða að teljast óþolandi stjórnsýsla og virðingarleysi við þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Stjórnsýslan sýni ábyrgð gagnvart ferðaþjónustunni Ferðaþjónusta á Íslandi er nú að ganga í gegnum umbrotatíma, sem gerir miklar kröfur bæði til hins opinbera og atvinnulífsins. Sameiginlegt markmið hlýtur þó að vera það að hér verði byggð upp sjálfbær gæðaferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðarás í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir komi fram með þessum hætti og án alls tillits til gangverks og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu. Samvinna og samstarf er lykillinn og ekki bara í orði heldur á borði. Því hlýtur það að teljast eðlilegt að stærsti einstaki viðskiptavinur þjóðgarðanna, ferðaþjónustan, eigi fulltrúa í stjórnum garðanna og taki þátt í að móta starfsemi þeirra og marka atvinnustefnu innan þeirra. Aðeins þannig getum við tryggt nauðsynlegt upplýsingaflæði, gagnkvæman skilning og sátt og komið í veg fyrir þennan stöðuga núning og pirring, sem stelur orku frá því sem raunverulega skiptir máli.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þjóðgarðar eru svæði þar sem lífríki og landslag eru með þeim hætti að vert þykir að varðveita þau sérstaklega en leyfa um leið almenningi að njóta þeirra. Það gefur því augaleið að þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samtvinnuð, þar sem mörg okkar dýrustu náttúrudjásn eru innan þjóðgarðanna, og vægi íslensku þjóðgarðanna hefur að sjálfsögðu vaxið í samræmi við aukið umfang ferðaþjónustu á landinu. Hagsmunir skipulagðrar ferðaþjónustu og þjóðgarðanna eiga vel að geta farið saman en forsenda þess er auðvitað að samvinna og reglulegt samtal eigi sér stað. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi fyrirætlana um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á næstu misserum eða árum. Langmest atvinnustarfsemi fer fram í þjóðgarðinum á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði. Stjórn Þingvallaþjóðgarðs er skipuð þingmönnum og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er skipuð fulltrúum af svæðunum í kringum þjóðgarðinn, en þar fær ferðaþjónustan náðarsamlegast að hafa einn áheyrnarfulltrúa. Sá fulltrúi er hins vegar skipaður af ferðamálasamtökum á svæði þjóðgarðsins og hefur engin tengsl við Samtök ferðaþjónustunnar. Því miður, en kannski eðlilega miðað við samsetningu stjórnanna, hafa þær ekki skilgreint þjóðgarðana sem órjúfanlegan hluta af íslenskri ferðaþjónustu og virðast ekki skilja til fullnustu mikilvægi samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki. Þær kjósa fremur að spila einleik á sínum eigin forsendum og hafa að undanförnu komið með hvert illa rökstudda útspilið á fætur öðru, þar sem steinar eru lagðar í götu greinarinnar og henni íþyngt verulega.Verðbreytingar í ferðaþjónustu þurfa langan aðlögunartíma Þess ber að geta hér að ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að minnsta kosti 18 mánaða fyrirvara á verðbreytingum á þjónustu, sköttum og gjöldum til þess að geta velt þeim út í verðlagið á sinni þjónustu. Breytingar sem gerðar eru með skemmri fyrirvara lenda í flestum tilfellum sem aukinn rekstarkostnaður á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum og eru því verulega íþyngjandi fyrir þau. Á þessu hafa Samtök ferðaþjónustunnar klifað árum saman, en því miður kjósa stjórnir þjóðgarðanna að láta þessa einföldu staðreynd sem vind um eyru þjóta. Sem dæmi má nefna að fyrir skömmu voru bílastæðagjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum hækkuð fyrirvaralaust um allt að 50% án nokkurs samráðs við ferðaþjónustufyrirtæki. Gjaldtaka fyrir köfun í Silfru var sett á fyrirvaralaust árið 2012 og nú hefur verið boðuð hækkun á því gjaldi sem taka á gildi þann 1. september. Gjaldið hefur þá hækkað um 100%, úr 750 krónum í 1.500 krónur á hvern ferðamann. Steininn tók þó úr um miðjan júlí, þegar Vatnajökulsþjóðgarður tilkynnti hækkun á svokölluðu svæðisgjaldi (hét áður þjónustugjald) í Skaftafelli fyrirvaralaust. Þar var gjald fyrir algengustu stærð af hópferðabílum meðal annars hækkað um tæplega 80%. Nýverið tók til starfa hópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem hefur það hlutverk að gera úttekt á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu og koma með tillögur um framtíðarskipan mála. Í því ljósi eru fyrirvaralausar og íþyngjandi gjaldahækkanir upp á hundruð milljóna í besta falli óskiljanlegar og verða að teljast óþolandi stjórnsýsla og virðingarleysi við þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Stjórnsýslan sýni ábyrgð gagnvart ferðaþjónustunni Ferðaþjónusta á Íslandi er nú að ganga í gegnum umbrotatíma, sem gerir miklar kröfur bæði til hins opinbera og atvinnulífsins. Sameiginlegt markmið hlýtur þó að vera það að hér verði byggð upp sjálfbær gæðaferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðarás í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir komi fram með þessum hætti og án alls tillits til gangverks og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu. Samvinna og samstarf er lykillinn og ekki bara í orði heldur á borði. Því hlýtur það að teljast eðlilegt að stærsti einstaki viðskiptavinur þjóðgarðanna, ferðaþjónustan, eigi fulltrúa í stjórnum garðanna og taki þátt í að móta starfsemi þeirra og marka atvinnustefnu innan þeirra. Aðeins þannig getum við tryggt nauðsynlegt upplýsingaflæði, gagnkvæman skilning og sátt og komið í veg fyrir þennan stöðuga núning og pirring, sem stelur orku frá því sem raunverulega skiptir máli.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun