Guðmundur Guðmundsson var í dag tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ í dag.
Guðmund þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um íslenskan handbolta en þetta er í þriðja sinn sem hann tekur við íslenska landsliðinu. Undir hans stjórn vann liðið bæði silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking og brons á EM í Austurríki.
Fylgst var með blaðamannafundi HSÍ í beinni útsendingu í dag og má sjá þá frétt hér fyrir neðan.

