„Má ekkert lengur?“ Ragnhildur Þrastardóttir skrifar 6. febrúar 2018 14:14 „Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
„Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun