Magnaðir tímar í borginni 6. febrúar 2018 11:00 Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomulagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðismálum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðismarkaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomulagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðismálum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðismarkaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar