Launahækkanirnar rúmast innan SALEK Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fyrri kjör höfðu verið ákveðin af gerðardómi í ágúst 2015. Ríkisstjórnarslit töfðu það að samningar næðust nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira