Hjólafólk óskar eftir samvinnu allra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 18:56 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hjólreiðafélagsins Tinds Vísir/Einar Tilkynning á Facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur. Á Facebook síðu lögreglunnar stendur meðal annars: Ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu. Þeir sem kvarta undan hjólreiðamönnum segja þá meðal annars glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hjólakona og formaður hjólreiðarfélagsins Tinds, segir hjólreiðasamfélagið hafa verið sárt í gær. Hún segir það leiðinlegt að lögreglan sé að setja hjólreiðafólk sem skotmark og að það sé aldrei vænlegt til árangurs. „Þetta er aldrei vænlegt til árangurs í þessu jafnvægi sem við erum að reyna að búa til með ökumönnum. Það er þannig að hjólafólk á hvorki heima á götunni né á stígunum, við erum dálítið heimilislaus þannig séð. Við sem erum að hjóla viljum góða sambúð og það að yfirvaldið taki þessa afstöðu gegn okkur er afskaplega leiðinlegt,” segir hún. Hún bendir á að hjólreiðafélögin leggi mikið upp úr því að kenna hjólafólki að hjóla rétt og taka tillit, haldin eru námskeið og lögð sé áhersla á góða hjólamenningu. “Þetta tekur tíma. Við þurfum að ala upp bílasamfélagið líka. Þetta snýst ekki bara að hjólafólk þurfi að taka tillit. Þetta virkar í báðar áttir. Svo þarf að sjálfsögðu að fjölga hjólastígum svo við fáum pláss, það myndi leysa mikinn vanda,” segir Erla. Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Tilkynning á Facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur. Á Facebook síðu lögreglunnar stendur meðal annars: Ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu. Þeir sem kvarta undan hjólreiðamönnum segja þá meðal annars glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hjólakona og formaður hjólreiðarfélagsins Tinds, segir hjólreiðasamfélagið hafa verið sárt í gær. Hún segir það leiðinlegt að lögreglan sé að setja hjólreiðafólk sem skotmark og að það sé aldrei vænlegt til árangurs. „Þetta er aldrei vænlegt til árangurs í þessu jafnvægi sem við erum að reyna að búa til með ökumönnum. Það er þannig að hjólafólk á hvorki heima á götunni né á stígunum, við erum dálítið heimilislaus þannig séð. Við sem erum að hjóla viljum góða sambúð og það að yfirvaldið taki þessa afstöðu gegn okkur er afskaplega leiðinlegt,” segir hún. Hún bendir á að hjólreiðafélögin leggi mikið upp úr því að kenna hjólafólki að hjóla rétt og taka tillit, haldin eru námskeið og lögð sé áhersla á góða hjólamenningu. “Þetta tekur tíma. Við þurfum að ala upp bílasamfélagið líka. Þetta snýst ekki bara að hjólafólk þurfi að taka tillit. Þetta virkar í báðar áttir. Svo þarf að sjálfsögðu að fjölga hjólastígum svo við fáum pláss, það myndi leysa mikinn vanda,” segir Erla.
Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51