Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:00 Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira