Íslenski boltinn

Nýjasti vinstri bakvörður ÍBV frá Portúgal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diego er mættur til Eyja.
Diego er mættur til Eyja. mynd/íbv
ÍBV hefur samið við Portúgalann Diego Coelho en hann er vinstri bakvörður sem hefur leikið í heimalandinu undanfarin ár.

Felix Örn Friðriksson fór frá ÍBV á dögunum en hann var lánaður til Vejle í dönsku úrvalsdeildina. Diego á að fylla í hans skarð.

Síðast lék Diego í annarri deildinni þar í landi en hann á 26 leiki að baki í B-deildinni þar í landi sem ber nafnið Ledman ligo Pro.

ÍBV er í fallbaráttunni í Pepsi-deild karla en vann góðan sigur á KA um síðustu helgi. Þeir eru nú í níunda sæti deildarinnar með sextán stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Fyrsti leikur Diego gæti orðið stórleikur en ÍBV mætir Fylki á laugardaginn. Eins og glöggir lesendur vita þá er Þjóðhátíð um helgina og gæti því orðið fjölmennt á fyrsta leik Diego.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×