Lykilatriði að forðast sandgryfjurnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. ágúst 2018 10:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. vísir/getty Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur leik í dag á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal Lytham & St. Annes-golfvellinum, hundrað kílómetra norður af Liverpool-borg. Er þetta í 42. skiptið sem Opna breska meistaramótið fer fram í kvennaflokki og annað árið í röð sem Ísland á fulltrúa á mótinu. Er þetta fjórða risamót ársins í kvennagolfi af fimm og verður þetta annað risamótið sem Valdís tekur þátt í á eftir Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Missti hún þá af niðurskurði Valdís komst inn á Opna breska með góðum árangri sínum á Evrópumótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð heims. Er hún í 20. sæti á stigalista mótaraðarinnar en efstu 25 kylfingarnir fengu sæti á þessu risamóti. Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, tókst ekki að komast inn á Opna breska í ár eftir að hafa tekið þátt í mótinu í fyrra.Nóg af sandgryfjum Völlurinn sem leikið er á er sögufrægur en hann var byggður árið 1886. Er völlurinn strandarvöllur (e. links) og ekki langur sem slíkur, rúmlega sex þúsund metrar eða 6.585 jardar. Engar vatnstorfærur eru á vellinum en þess í stað eru alls 204 sandgryfjur á brautunum átján tilbúnar að taka við golfboltum ef höggið geigar. Er þetta í fimmta sinn sem Opna breska meistaramótið í kvennaflokki fer fram á vellinum. Tíu sinnum hefur Opna breska meistaramótið í karlaflokki farið þar fram, síðast árið 2012 og tvisvar hefur verið leikið um Ryder-bikarinn á vellinum, síðast árið 1977. Flest stærstu nöfn kvennagolfsins mæta til leiks á mótið og hefur Valdís leik klukkan tíu í dag. Með henni í ráshóp eru þær Ursula Wikström frá Finnlandi og Daniela Darquea frá Ekvador.Veðrið gæti truflað kylfinga Valdís virtist nokkuð brött í aðdraganda mótsins en henni fannst völlurinn nokkuð mjúkur vegna rigninga undanfarna daga. „Tilfinningin er góð, það er afar gaman að fara á þetta risamót og fá að spila þennan flotta völl sem er í hæsta gæðaflokki. Markmiðið er að spila eins vel og hægt er og sjá hverju það skilar mér, vonandi næ ég góðu skori á völlinn,“ sagði Valdís. Hún hefur eytt undanförnum dögum í að leika völlinn og segir hann góðan en ólíkan þeim sem hún spilaði á í Aberdeen í Skotlandi, fyrir viku. „Hann er örlítið mýkri en völlurinn í Aberdeen sem ég lék á í Skotlandi um daginn eftir rigninguna síðustu daga og það er von á rigningu á fyrsta degi. Það eru nokkrar par 4 holur sem eru ansi langar og svo á móti eru nokkrar sem eru nokkuð stuttar.“ Í næstu viku keppir Valdís svo ásamt Ólafíu fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga í Skotlandi í næstu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta mót fer fram og er leikið á velli sem Ólafía og Valdís léku á síðustu viku.Völlur sem gefur kylfingum tækifæri til að sækja Sigmundur Einar Másson, Íslandsmeistari í höggleik 2007, lék á sínum tíma Royal Lytham & St. Annes-völlinn á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Lék hann völlinn á 77 höggum. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk hann til að rýna í völlinn í aðdraganda mótsins. „Þetta er hefðbundinn strandarvöllur en endar á sex par 4 holum í röð sem er frekar sjaldgæft, rétt eins og að byrja á par 3 holu. Það er ekki mikið landslag í flötunum en eins og á flestum strandarvöllum eru djúpar sandgryfjur sem verja flatirnar. Gott dæmi um það er níunda holan, par 3 hola sem er ekkert mjög löng en flötin er varin af níu sandgryfjum. Ef kylfingur kemst í gegnum mótið án þess að fara í sandinn er það kraftaverk,“ sagði Sigmundur Már léttur og bætti við: „Lykillinn að góðu gengi er að sleppa eins mikið við glompur og hægt er og að pútta vel, þá mun henni ganga vel. Valdís er frábær með pútterinn þannig að það verður gaman að fylgjast með henni á mótinu. Það er spáð erfiðu veðri fyrstu tvo dagana sem gæti haft áhrif á keppendur en um helgina er rólegt veður sem gefur kylfingum tækifæri til að skora.“ Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Fleiri fréttir Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Sögulegt hjá Mikael Herra Fjölnir tekur við Fjölni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið Pabbi Mahomes í hasar gegn „Kenny Powers“ „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur leik í dag á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal Lytham & St. Annes-golfvellinum, hundrað kílómetra norður af Liverpool-borg. Er þetta í 42. skiptið sem Opna breska meistaramótið fer fram í kvennaflokki og annað árið í röð sem Ísland á fulltrúa á mótinu. Er þetta fjórða risamót ársins í kvennagolfi af fimm og verður þetta annað risamótið sem Valdís tekur þátt í á eftir Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Missti hún þá af niðurskurði Valdís komst inn á Opna breska með góðum árangri sínum á Evrópumótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð heims. Er hún í 20. sæti á stigalista mótaraðarinnar en efstu 25 kylfingarnir fengu sæti á þessu risamóti. Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, tókst ekki að komast inn á Opna breska í ár eftir að hafa tekið þátt í mótinu í fyrra.Nóg af sandgryfjum Völlurinn sem leikið er á er sögufrægur en hann var byggður árið 1886. Er völlurinn strandarvöllur (e. links) og ekki langur sem slíkur, rúmlega sex þúsund metrar eða 6.585 jardar. Engar vatnstorfærur eru á vellinum en þess í stað eru alls 204 sandgryfjur á brautunum átján tilbúnar að taka við golfboltum ef höggið geigar. Er þetta í fimmta sinn sem Opna breska meistaramótið í kvennaflokki fer fram á vellinum. Tíu sinnum hefur Opna breska meistaramótið í karlaflokki farið þar fram, síðast árið 2012 og tvisvar hefur verið leikið um Ryder-bikarinn á vellinum, síðast árið 1977. Flest stærstu nöfn kvennagolfsins mæta til leiks á mótið og hefur Valdís leik klukkan tíu í dag. Með henni í ráshóp eru þær Ursula Wikström frá Finnlandi og Daniela Darquea frá Ekvador.Veðrið gæti truflað kylfinga Valdís virtist nokkuð brött í aðdraganda mótsins en henni fannst völlurinn nokkuð mjúkur vegna rigninga undanfarna daga. „Tilfinningin er góð, það er afar gaman að fara á þetta risamót og fá að spila þennan flotta völl sem er í hæsta gæðaflokki. Markmiðið er að spila eins vel og hægt er og sjá hverju það skilar mér, vonandi næ ég góðu skori á völlinn,“ sagði Valdís. Hún hefur eytt undanförnum dögum í að leika völlinn og segir hann góðan en ólíkan þeim sem hún spilaði á í Aberdeen í Skotlandi, fyrir viku. „Hann er örlítið mýkri en völlurinn í Aberdeen sem ég lék á í Skotlandi um daginn eftir rigninguna síðustu daga og það er von á rigningu á fyrsta degi. Það eru nokkrar par 4 holur sem eru ansi langar og svo á móti eru nokkrar sem eru nokkuð stuttar.“ Í næstu viku keppir Valdís svo ásamt Ólafíu fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga í Skotlandi í næstu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta mót fer fram og er leikið á velli sem Ólafía og Valdís léku á síðustu viku.Völlur sem gefur kylfingum tækifæri til að sækja Sigmundur Einar Másson, Íslandsmeistari í höggleik 2007, lék á sínum tíma Royal Lytham & St. Annes-völlinn á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Lék hann völlinn á 77 höggum. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk hann til að rýna í völlinn í aðdraganda mótsins. „Þetta er hefðbundinn strandarvöllur en endar á sex par 4 holum í röð sem er frekar sjaldgæft, rétt eins og að byrja á par 3 holu. Það er ekki mikið landslag í flötunum en eins og á flestum strandarvöllum eru djúpar sandgryfjur sem verja flatirnar. Gott dæmi um það er níunda holan, par 3 hola sem er ekkert mjög löng en flötin er varin af níu sandgryfjum. Ef kylfingur kemst í gegnum mótið án þess að fara í sandinn er það kraftaverk,“ sagði Sigmundur Már léttur og bætti við: „Lykillinn að góðu gengi er að sleppa eins mikið við glompur og hægt er og að pútta vel, þá mun henni ganga vel. Valdís er frábær með pútterinn þannig að það verður gaman að fylgjast með henni á mótinu. Það er spáð erfiðu veðri fyrstu tvo dagana sem gæti haft áhrif á keppendur en um helgina er rólegt veður sem gefur kylfingum tækifæri til að skora.“
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Fleiri fréttir Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Sögulegt hjá Mikael Herra Fjölnir tekur við Fjölni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið Pabbi Mahomes í hasar gegn „Kenny Powers“ „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Sjá meira