Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 15:14 Vinsældir jepplinga hafa farið vaxandi um allan heim. Þeir eyða að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Aukin notkun jepplinga vinnur þannig upp á móti ávinningi af minni útblæstri frá sparneytnari bensínbílum, raf- og tvinnbílum. Vísir/AFP Ein af hverjum þremur bifreiðum sem seldar voru í heiminum í fyrra var jepplingur. Vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt tölum bifreiðarannsóknamiðstöðvarinnar JATO Dynamics hefur markaðshlutdeild jepplinga nánast þrefaldast í heiminum á einum áratug. New York Times segir að fjölgun eyðslufrekari jepplinga sé hindrun í vegi minnkandi losunar frá bifreiðum. Jepplingar eyði að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Losun frá samgöngum nemur um 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bílar og trukkar valda stærstum hluta losunar frá samgöngum.Fjárfesta mikið í jepplingum þrátt fyrir loforð um grænni bílaNokkur árangur hefur náðst í að takmarka losun frá bifreiðum undanfarin ár, bæði með tækni sem hefur gert hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sparneytnari en einnig með tilkomu raf- og tvinnbíla. Þannig jókst sparneytni bifreiða um 1,8% á ári frá 2005 til 2008. Síðan þá og fram til 2015 hefur hins vegar hægt á þeim framförum. Sparneytnin jókst þá um 1,1% á ári á heimsvísu. Stórtækar fjárfestingar í þróun eyðslufrekari jepplinga kemur á sama tíma og stórir bílaframleiðendur hafa heitið því að einbeita sér frekar að umhverfisvænni raf- og tvinnbílum. Stórfyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen hyggja þannig á stóra landvinninga í sölu jepplinga á næstu árum. Mun meiri hagnaðarvon er í jepplingunum fyrir bílaframleiðendurna en minni bíla. Á sama tíma tapa flestir bílaframleiðendur á framleiðslu rafbíla. Spáð er að svo verði áfram fram eftir byrjun næsta áratugs. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætlar að annar hver seldur bíll í Kína verði jepplingur fyrir árið 2022. Það gæti sett stórt strik í reikninginn þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á gríðarlega loftmengun í borgum þar. Loftslagsmál Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Ein af hverjum þremur bifreiðum sem seldar voru í heiminum í fyrra var jepplingur. Vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt tölum bifreiðarannsóknamiðstöðvarinnar JATO Dynamics hefur markaðshlutdeild jepplinga nánast þrefaldast í heiminum á einum áratug. New York Times segir að fjölgun eyðslufrekari jepplinga sé hindrun í vegi minnkandi losunar frá bifreiðum. Jepplingar eyði að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Losun frá samgöngum nemur um 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bílar og trukkar valda stærstum hluta losunar frá samgöngum.Fjárfesta mikið í jepplingum þrátt fyrir loforð um grænni bílaNokkur árangur hefur náðst í að takmarka losun frá bifreiðum undanfarin ár, bæði með tækni sem hefur gert hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sparneytnari en einnig með tilkomu raf- og tvinnbíla. Þannig jókst sparneytni bifreiða um 1,8% á ári frá 2005 til 2008. Síðan þá og fram til 2015 hefur hins vegar hægt á þeim framförum. Sparneytnin jókst þá um 1,1% á ári á heimsvísu. Stórtækar fjárfestingar í þróun eyðslufrekari jepplinga kemur á sama tíma og stórir bílaframleiðendur hafa heitið því að einbeita sér frekar að umhverfisvænni raf- og tvinnbílum. Stórfyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen hyggja þannig á stóra landvinninga í sölu jepplinga á næstu árum. Mun meiri hagnaðarvon er í jepplingunum fyrir bílaframleiðendurna en minni bíla. Á sama tíma tapa flestir bílaframleiðendur á framleiðslu rafbíla. Spáð er að svo verði áfram fram eftir byrjun næsta áratugs. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætlar að annar hver seldur bíll í Kína verði jepplingur fyrir árið 2022. Það gæti sett stórt strik í reikninginn þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á gríðarlega loftmengun í borgum þar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45