Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:59 Samkvæmt lögreglunni í Wiltshire er rannsóknin á frumstigi. Vísir/Getty Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í borginni Salisbury í suðurhluta Bretlands í gær. Maðurinn heitir Sergei Skripal, er 66 ára gamall, og var árið 2006 dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir bresk yfirvöld. Hann var fundinn sekur um að hafa veitt bresku leynilögreglunni, MI6, upplýsingar um rússneska njósnara í Evrópu. Skripal var einn af fjórum föngum sem var sleppt úr haldi í Moskvu árið 2010 í skiptum fyrir 10 bandaríska njósnara og settist hann seinna að í Bretlandi. Skripal liggur nú þungt haldinn á spítala í Salisbury ásamt konu sem talin er vera á fertugsaldri. Loka þurfti nokkrum stöðum í miðborg Salisbury í aðgerðum lögreglu í gær og var bráðadeild spítalans einnig lokað.Ekki vitað hvaða efni er um að ræða Lögreglan rannsakar nú hvort eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað en tilkynning barst seinnipart dags í gær um að tvær manneskjur hefðu veikst í verslunarmiðstöð í miðbæ Salisbury. Ekki er enn vitað hvers konar efni þau komust í snertingu við en í samtali við BBC segir sjónarvottur að þau hafi bæði virst hafa innbyrt „eitthvað mjög sterkt.“ „Á bekknum var par, eldri maður og yngri konar. Hún hallaðist að honum, það leit út fyrir að hún hefði mögulega misst meðvitund. Hann gerði skrítnar hreyfingar með höndunum og leit upp til himins.“ Í tilkynningu frá lögreglunni í Wiltshire segir að Skripal og konan hafi ekki verið með neina sjáanlega áverka en að þau hafi misst meðvitund. Þá sagði fulltrúi lögreglunnar að rannsóknin væri enn á frumstigi. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í borginni Salisbury í suðurhluta Bretlands í gær. Maðurinn heitir Sergei Skripal, er 66 ára gamall, og var árið 2006 dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir bresk yfirvöld. Hann var fundinn sekur um að hafa veitt bresku leynilögreglunni, MI6, upplýsingar um rússneska njósnara í Evrópu. Skripal var einn af fjórum föngum sem var sleppt úr haldi í Moskvu árið 2010 í skiptum fyrir 10 bandaríska njósnara og settist hann seinna að í Bretlandi. Skripal liggur nú þungt haldinn á spítala í Salisbury ásamt konu sem talin er vera á fertugsaldri. Loka þurfti nokkrum stöðum í miðborg Salisbury í aðgerðum lögreglu í gær og var bráðadeild spítalans einnig lokað.Ekki vitað hvaða efni er um að ræða Lögreglan rannsakar nú hvort eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað en tilkynning barst seinnipart dags í gær um að tvær manneskjur hefðu veikst í verslunarmiðstöð í miðbæ Salisbury. Ekki er enn vitað hvers konar efni þau komust í snertingu við en í samtali við BBC segir sjónarvottur að þau hafi bæði virst hafa innbyrt „eitthvað mjög sterkt.“ „Á bekknum var par, eldri maður og yngri konar. Hún hallaðist að honum, það leit út fyrir að hún hefði mögulega misst meðvitund. Hann gerði skrítnar hreyfingar með höndunum og leit upp til himins.“ Í tilkynningu frá lögreglunni í Wiltshire segir að Skripal og konan hafi ekki verið með neina sjáanlega áverka en að þau hafi misst meðvitund. Þá sagði fulltrúi lögreglunnar að rannsóknin væri enn á frumstigi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira