Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Margrét Helga Erlingsdóttir, Samúel Karl Ólason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. apríl 2018 19:45 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Staðfest er að allavega þrír létust þegar maður ók inn í mannfjölda. Vísir/AFP Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira