Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Margrét Helga Erlingsdóttir, Samúel Karl Ólason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. apríl 2018 19:45 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Staðfest er að allavega þrír létust þegar maður ók inn í mannfjölda. Vísir/AFP Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira