Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2018 22:00 Lögreglan segir rannsókn enn standa yfir og að mörgum spurningum sé ósvarað. Vísir/AFP Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. Tveir létu lífið og minnst tuttugu slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Jens R. svipti sig svo lífi með skammbyssu en riffill fannst einnig á heimili hans.Samkvæmt heimildum Spiegel hafði Jens R. aldrei verið undir eftirliti lögreglu og var hann ekki á skrá yfir öfgamenn. Yfirvöld segja ekkert útlit fyrir að hann hafi tengst íslamistum á nokkurn hátt. Fregnir hafa borist af því að hann hafi verið hælisleitandi en það er ekki rétt samkvæmt yfirvöldum Þýskalands. Hann var þýskur ríkisborgari.Hann er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða og á hann að hafa áður reynt að svipta sig lífi. Nágrannar Jens R. segja hann hafa verið undarlegan og árásargjarnan. Lögreglan segir rannsókn enn standa yfir og að mörgum spurningum sé ósvarað. Sú stærsta sé hvað hafi leitt til þessarar hræðilegu árásar. Ljóst sé að þetta hafi ekki verið slys. Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn. Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. Tveir létu lífið og minnst tuttugu slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Jens R. svipti sig svo lífi með skammbyssu en riffill fannst einnig á heimili hans.Samkvæmt heimildum Spiegel hafði Jens R. aldrei verið undir eftirliti lögreglu og var hann ekki á skrá yfir öfgamenn. Yfirvöld segja ekkert útlit fyrir að hann hafi tengst íslamistum á nokkurn hátt. Fregnir hafa borist af því að hann hafi verið hælisleitandi en það er ekki rétt samkvæmt yfirvöldum Þýskalands. Hann var þýskur ríkisborgari.Hann er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða og á hann að hafa áður reynt að svipta sig lífi. Nágrannar Jens R. segja hann hafa verið undarlegan og árásargjarnan. Lögreglan segir rannsókn enn standa yfir og að mörgum spurningum sé ósvarað. Sú stærsta sé hvað hafi leitt til þessarar hræðilegu árásar. Ljóst sé að þetta hafi ekki verið slys. Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.
Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45