Danski framherjinn Tobias Thomsen mun ganga til liðs við Val frá KR á næstu dögum samkvæmt heimildum 433.is.
Tobias er væntanlegur til landsins og gengur þá frá samningum við Val. Hann skoraði 13 mörk í 25 leikjum fyrir KR á síðasta tímabili.
Þá greinir 433.is frá því að landi Tobiasar, Patrick Pedersen sé meiddur og gæti þurft að fara í aðgerð.
Nú þegar hafa Kristinn Freyr Sigurðsson og Bikir Már Sævarsson snúið heim úr atvinnumennsku og gengið til liðs við Val ásamt því að Íslandsmeistararnir fengu til sín Ólaf Karl Finsen frá Stjörnunni og Ívar Örn Jónsson frá Víkingi R.
